Erlent

Nýgift hjón fórust í þyrluslysi á leið úr brúðkaupinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Byler-hjónin höfðu aðeins verið gift í rúma klukkustund þegar þau létu lífið í þyrluslysi.
Byler-hjónin höfðu aðeins verið gift í rúma klukkustund þegar þau létu lífið í þyrluslysi. The Houstonian
Ung hjón frá Texas í Bandaríkjunum fórust í þyrluslysi aðeins rúmri klukkustund eftir að þau voru gefin saman á laugardag. Flugmaður þyrlunnar fórst sömuleiðis.

Þyrlan var að flytja Will og Bailee Ackerman Byler úr brúðkaupsveislu sinni þegar hún hrapaði til jarðar á búgarði fjölskyldu brúðgumans, um 135 kílómetra vestur af San Antonio, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Brak úr þyrlunni sem var af gerðinni Bell 206B fannst á sunnudagsmorgun. Lögreglan á staðnum segir að nokkrir hafi farist.

Brúðkaupsgestir hafa minnst brúðhjónanna, sem bæði voru á lokaári í háskóla, á brúðkaupsmyndum á samfélagsmiðlum. Flugmaður þyrlunnar hefur verið nafngreindur sem Gerald Green Lawrence, fyrrverandi liðsforingi í Bandaríkjaher sem tók meðal annars þátt í Víetnamstríðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×