Fleiri fréttir

Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Pia í skýjunum með Íslandsferðina

Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga.

Skógareldar um alla Svíþjóð

Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag.

Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands

Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær.

Telja sig vita hver eitraði fyrir Skripal

Talið er að lögreglan á Bretlandi hafi borið kennsl á þá sem bera ábyrgð á taugaeitursárás á rússneska fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal.

Miklar skemmdir eftir djúpsteikingu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í íbúð við Lautarsmára í Kópavogi.

Færa farveg Elliðaánna við endurnýjun lagna

Veitur vilja að hitaveitulagnir yfir Elliðaárdal fari undir farveg ánna í stað þess að vera í brúarstokki eins og nú. Þurrka þarf farvegina yfir framkvæmdatímann. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kallar nú eftir mati á umhverfisáhrifum.

Sjúkraflug um 2 prósent allra flutninga

Sjúkrabifreiðar annast langstærstan hluta sjúkraflutninga eða um 98 prósent þeirra. Tvö prósent flutninganna voru með sjúkraflugi, ýmist flugvélum eða þyrlum.

Sló út í réttinum

Rafmagnslaust varð í dómsal í Milimani-dómstólnum í Naíróbí, höfuðborg Kenía, á meðan réttað var yfir fjórtán núverandi og fyrrverandi yfirmönnum ríkisrekna orkufyrirtækisins Kenya Power.

Hátíðarþingfundur á Þingvöllum í hnotskurn

Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin.

Fullveldisgjöfin átti að vera hér

Það sem átti að verða ein helsta afmælisgjöfin vegna hundrað ára fullveldis stendur ennþá sem stór hola í hjarta Reykjavíkur.

Segir ISAVIA hafa lagt á skatt með gjöldunum

Forsvarsmenn ISAVIA segja bráðabirgðaniðurstöðu um að hætta skuli gjaldtöku í fjarstæðum við Leifsstöð koma á óvart. Þeir hafi talið gjaldtökuna eiga fullan rétt á sér en ákvörðuninni verði þó hlýtt. Stjórnarformaður Gray Line fagnar niðurstöðunni og segir að um óheimila skattheimtu hafi verið að ræða.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar Tvö heyrum við forstöðumann fæðingardeildar Landspítalans lýsa áhyggjum sínum vegna mikils álags á deildinni eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag en mikill fjöld barna hefur komið í heiminn á undanförnum sólarhring.

Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi

Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“.

Hryðjuverk, frændhygli og arfleifð Nelsons Mandela

Í dag eru rétt 100 ár frá fæðingu Nelsons Mandela. Fáir hafa verið eins mikil táknmynd fyrir frelsisbaráttu og þrautseigju og Mandela sem sat í fangelsi í 27 ár vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku.

„Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum.

Aftengja sprengju í Mosfellsbæ

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag.

Farbann yfir Sigurði áfram framlengt

Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 9. ágúst næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis.

Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Bandarískur ferðamaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést.

Sjá næstu 50 fréttir