Innlent

Sjúkraflug um 2 prósent allra flutninga

Sveinn Arnarsson skrifar
Aðeins eru til traustar upplýsingar um 273 sjúkraflutninga af 865 árið 2017.
Aðeins eru til traustar upplýsingar um 273 sjúkraflutninga af 865 árið 2017. Vísir
Sjúkrabifreiðar annast langstærstan hluta sjúkraflutninga eða um 98 prósent þeirra. Tvö prósent flutninganna voru með sjúkraflugi, ýmist flugvélum eða þyrlum.

Ófullnægjandi skráning sjúkraflutningsaðila í sjúkraflugi gerir það að verkum að heilbrigðisráðherra getur ekki svarað fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar með nægilega ítarlegum hætti um sjúkraflug árið 2017. Það ár var met slegið í fjölda sjúkrafluga á landinu. Spurði þingmaðurinn um meðalferðatíma og hvernig ferðatíminn skiptist milli ferðamáta.

„Ekki lágu fyrir nægilega traustar upplýsingar um nema 273 sjúkraflutninga af þeim 865 sem spurningin nær til vegna ófullnægjandi skráningar hjá sjúkraflutningsaðilum,“ segir í svari ráðherrans.

Af þessum 273 sjúkraflugferðum var meðaltíminn 111 mínútur. Meðaltíminn í sjúkrabíl að flugvelli var 55 mínútur, flugferðin sjálf var 41 mínúta að meðaltali og 15 mínútur tók að koma sjúklingi á sjúkrahús úr fluginu. Lengsta sjúkraflugið í fyrra stóð yfir í tæpan fimm og hálfa klukkustund.

„Í því tilfelli þurfti að bíða lengi eftir sjúklingi á upphafsflugvelli þar sem illa gekk að gera ástand sjúklings nægilega stöðugt til flutnings,“ segir í svari heilbrigðisráðherra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×