Innlent

Pósturinn hættir með skeytaþjónustu

Birgir Olgeirsson skrifar
Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér.
Forstjórinn segir þjónustuna varla standa undir sér. Vísir/Hörður
„Þetta er búið að vera í skoðun lengi,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, um ákvörðun fyrirtækisins að hætta með skeytaþjónustuna.

Á vef Póstsins má sjá tilkynningu þar sem kemur fram að frá og með 1. október næstkomandi verði ekki lengur boðið upp á skeytaþjónustu.

Ingimundur segir eftirspurn eftir þessari þjónustu hafa minnkað töluvert undanfarin ár. „Þetta er farið að jaðra við það að standa ekki undir sér,“ segir Ingimundur.

Hann segir þessa þjónustu oftast notaða fyrir innheimtutilkynningar og annað slíkt, en fyrirkomulagið á því hefur breyst í seinni tíð. Skeyti eru einnig send í við hátíðleg tilefni á borð við skírn, fermingu, útskriftir og brúðkaup og þá hafa margir nýtt sér skeytaþjónustuna til að senda samúðarkveðjur.

„Þetta virðist bara vera hverfandi,“ segir Ingimundur enda breyttir tímar.

Hann segir skeytaþjónustuna hafa verið afar vinsæla á árum áður, eða fyrir tíma rafrænnar þjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×