Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar Tvö heyrum við forstöðumann fæðingardeildar Landspítalans lýsa áhyggjum sínum vegna mikils álags á deildinni eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag en mikill fjöld barna hefur komið í heiminn á undanförnum sólarhring.

Þá förum við ítarlega yfir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sem Píratar ákváðu á síðustu stundu að hundsa vegna nærveru forseta danska þingsins og eins stofnenda Danska þjóðarflokksins.

Við förum í heyskap með bændum á Suðurlandi sem fagna nú lengsta þurrviðriskafla sumarins. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×