Innlent

Mótmæltu ákvörðun að veita Piu heiðurssess á hátíðarfundinum

Birgir Olgeirsson skrifar
Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum.
Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum., segja listakonurnar sem héldu á hvítum fánum á Þingvöllum. Vísir/Elín Margrét

Forsvarskonur Listahátíðarinnar Cycle héldu á lofti hvítum fánum á hátíðarfundi Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í dag í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands.

Listakonurnar eru Guðný Þóra Guðmundsdóttir og Sara S. Öldudóttir en fánarnir sem þær héldu á lofti eru eftir Unnar Arnar J. Auðarson. Verkið nefnist Daufur Skuggi en um er að ræða íslenska fánann sem saumaður er úr alhvítu efni.

Fánarnir hafa í senn ásýnd þjóðar- og friðarfána og eiga að vekja til umhugsunar um sjálfstæði, þjóðernishugmyndir, átök, hernað og mannúð.

„Íslendingar fagna 100 ára fullveldi og sjálfstæði á tímum þar sem að skilaboð þjóðernissinna, líkt og Piu Kjærsgaard og danska Þjóðarflokksins, hafa skotið nýjum rótum í heimspólitíkinni og ógna samheldni á meðal fólks. Á þessum tímamótum bera Íslendingar ábyrgð á að taka skýra afstöðu gegn slíkum skilaboðum.

Með gjörningnum minnumst við fórnarlamba herskárrar þjóðernishyggju, útlendingahaturs og kynþáttahyggju fyrr og síðar og mótmælum þeirri ákvörðun að veita talskonu slíkra viðhorfa sérstakan heiðurssess á hátíðarfundinum,“ segir í yfirlýsingu frá listakonunum Guðnýju Þóru Guðmundsdóttur og Söru S. Öldudóttur.


Tengdar fréttir

Táknrænar aðgerðir þingmanna á hátíðarfundi

Margir þingmenn úr hinum mismunandi stjórnmálaflokkum sýndu þá óánægju sína í ljós með því að bera sérstaka límmiða til höfuðs rasisma með áletruninni "Nej til racisme“ eða "Nei við kynþáttahyggju“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.