Fleiri fréttir

Helmingur andvígur vegatollum

Töluverð andstaða er gegn innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á íslandi, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Fékk hæli á Íslandi sem transmaður en er skráður sem kona

Flóttamaður, sem fékk hæli á Íslandi vegna ofsókna sem hann varð fyrir sem transmaður, er skráður sem kona á á þeim skilríkjum og pappírum sem hann fékk frá Útlendingastofnun. Hann segir Útlendingastofnun hafa neitað að aðhafast nokkuð í málinu og vísa á Þjóðskrá.

Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra

Andlit Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingar á húsi á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Íbúar í ósamþykktum stúdíóíbúðum í húsinu kvörtuðu. Kosningastjóri Samfylkingarinnar segir að þau hafi ekki vitað að fólk byggi í húsinu.

Svíar búnir undir stríð í fyrsta sinn frá kalda stríði

Sænsk stjórnvöld hafa endurútgefið bækling með upplýsingum fyrir almenning um hvernig bregðast skuli við stríðsástandi. Bæklingnum hefur ekki verið dreift síðan í kalda stríðinu en var uppfærður á dögunum vegna þeirrar spennu sem ríkir í heiminum um þessar mundir.

Risasalamandran nánast útdauð

Vísindamenn telja að stærsta froskdýr jarðarinnar, hin kínverska risasalamandra, finnist vart lengur í náttúrunni.

Erkibiskup fundinn sekur um hylmingu

Dómstóll í Ástralíu telur sannað að kaþólskur erkibiskup hafi reynt að hylma yfir barnaníð innan kirkjunnar á áttunda áratug síðustu aldar.

Gengu of langt gagnvart Atla

Héraðsdómur telur Lögmannafélagið hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt í rannsókn á persónulegum högum Atla Helgasonar, dæmds morðingja, þegar hann sótti um endurheimt lögmannsréttinda sinna.

Milljóna styrkir til íþróttafélaga fyrir bæjarráð

Á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að leggja það til við bæjarráð Reykjanesbæjar að veita tvo styrki, samtals að upphæð sex milljónir króna, til Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur ungmennafélags.

Stöðvuðu framkvæmdir vegna asbests

Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði framkvæmdir við Grensásveg 12 þar sem asbest hafði verið fjarlægt af húsinu án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi.

Sólarferðir seljast vel í vonda veðrinu

Sala á sólarlandaferðum hefur tekið kipp undanfarnar vikur samhliða slæmu veðri víða á landinu. Forstjórar ferðaskrifstofa segja algengt að ferðir séu bókaðar kvöldið fyrir brottför þegar spáð er roki og rigningu.

Hælar víkja fyrir flatbotna skóm

Breytingar hafa orðið á kauphegðun kvenna á síðustu misserum samkvæmt sölutölum þar sem háhælaðir skór eru að víkja fyrir flatbotna skóm. Verslunareigandi segir að hælarnir hafi minnkað í þágu þæginda.

Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni

Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning.

Ók yfir fjölskyldu sína

Maður ók á fjölskyldu sína með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír slösuðust alvarlega.

Simbabve vill aftur í Breska samveldið

Forseti Simbabve Emmerson Mnangagwa hefur sótt um inngöngu í Breska samveldið, einnig hefur hann boðað til kosninga sem munu fara fram í júlí.

Sjá næstu 50 fréttir