Erlent

11 látnir og hundruð á sjúkrahúsi vegna eitraðra sveppa

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sjö þeirra látnu voru búsettir á Kermanshah svæðinu í Íran.
Sjö þeirra látnu voru búsettir á Kermanshah svæðinu í Íran. Google maps
Meira en 800 mann hafa veikst eftir að hafa borðað eitraða villta sveppi í Íran. Samkvæmt frétt BBC eru að minnsta kosti 11 látnir og hundruð hafa verið lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar. Meðferð við eitrun sem þessari er ekki fáanleg.

Að minnsta kosti tveir einstaklingar hafa þurft að gangast undir lifraígræðslu. Sveppirnir eitruðu eru mjög líkir ætum sveppum í útliti. Íbúar í Íran hafa verið hvattir til þess að kaupa ekki sveppi í lausasölu og kaupa aðeins sveppi sem eru pakkaðir inn og innsyglaðir í verslunum. Víða í Íran eru sveppir seldir á götum og getur þá verið erfitt að treysta upplýsingum um það hvort óhætt sé að borða sveppina sem eru til sölu.

Samkvæmt fréttamiðlinum Tasnim í Íran hefur óvænt regntímabil valdið auknum sveppavexti á sumum svæðum, sérstaklega á fjöllum. Sjö þeirra látnu voru búsettir á Kermanshah svæðinu í Íran.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×