Innlent

Leit hætt við Ölfusá

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Vegna veðurs var ákveðið að leita ekki á morgun.
Vegna veðurs var ákveðið að leita ekki á morgun. Vísir/MHH
Á sjötta tímanum í dag var ákveðið að hætta leit að karlmanninum sem talið er að hafi stokkið í Ölfusá aðfararnótt sunnudags. Gunnar Ingi Friðriksson, verkefnastjóri hjá svæðismiðstöð björgunarsveitanna, segir í samtali við Vísi að leitinni verði ekki haldið áfram fyrr en síðdegis á miðvikudag vegna þess að allt útlit er fyrir slæmu veðri; suðaustan hvassviðri eða stormi. Gul viðvörun Veðurstofu hefur tekið gildi á Suður-og Vesturlandi fyrir morgundaginn.

Sjá frétt Vísis um björgunaraðgerðirnar hér.



Björgunarsveitin hefur lokið öllum verkefnum sem voru sett fyrir daginn í dag. Á milli 80-90 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni. Björgunarsveitarmenn leitaði í bátum, straumvatnssérfræðingar óðu vatnið og gönguhópar leituðu fóru meðfram ánni. Þá var auk þessa notast við dróna.

Þrátt fyrir að leitinni verður áfram haldið á miðvikudag verður dregið úr umfangi hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×