Fleiri fréttir

Segja ummæli Boris viðurstyggð

Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936

Sara Dögg oddviti Garðabæjarlistans

Sara Dögg Svanhildardóttir, stjórnandi við Arnarskóla, er oddviti nýs sameinaðs framboðs Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Pírata, Viðreisn, Vinstri grænna og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Repúblikanar samþykkja að hætta Rússarannsókn

Þingnefnd sem rannsakaði afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 hefur samþykkt að ljúka rannsókninni og birta skýrslu um niðurstöðurnar. Demókratar gagnrýna ákvörðunina.

Glitur hafsins kemur í stað sjómannsins

Verk Söru Riel, "Glitur hafsins,“ bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í nóvember á síðasta ári.

Lögmaður Trump hættur

John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann.

Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum

Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800.

Bein útsending: Af hverju skiptir útlitið máli?

Andri Steinþór Björnsson, prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands, heldur í hádeginu erindið Af hverju skiptir útlit máli? Áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna.

ADL hótar að magna upp hrós nasista um umskurðarbann

Anti-Defamation League, öflugustu mannréttindasamtök gyðinga í Bandaríkjunum, fullyrða að Íslandi verði hampað af öfgahópum verði frumvarp um bann við umskurði drengja að lögum. Hóta að vekja heimsathygli á umfjöllun öfgamanna.

Telja sig vera hunsuð eftir sigur í kærumáli

Íbúar í fjölbýlishúsi í Þorrasölum segja Kópavogsbæ ekkert við þá tala eftir að þeir unnu kærumál gegn bænum vegna ólöglegrar aðkomu sem leyfð var að bílakjallara nágrannablokkar. Bæjaryfirvöld segjast vera að skoða málið.

Gafst stuttur tími til að bregðast við

Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést.

Húsnæðisskortur stendur fólki í Húnaþingi vestra fyrir þrifum

Íbúum á NV-landi hefur fækkað um eitt prósent á síðustu fimm árum en nú lítur út fyrir betri tíð. Uppgangur í Húnaþingi vestra og sjávarútvegur nærri tvöfaldast í Skagafirði frá 2014. Sveitarstjórinn segir innviði gera fólki sem áður bjó á svæðinu kleift að snúa aftur í heimahagana. Brottfluttir séu því að snúa aftur heim.

Meta árangur af þriggja ára kerfinu með prófum

Verzlunarskóli Íslands ætlar í apríl að leggja próf fyrir nemendur sem eru að ljúka námi eftir þriggja ára nám og þá sem eru að ljúka námi eftir fjögurra ára nám. Prófað verður í íslensku og stærðfræði.

Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum

Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess.

Stúlkurnar frá Dapchi lausar

Hryðjuverkasamtökin Boko Haram skiluðu í gær 105 stúlkum sem rænt var úr skóla í bænum Dapchi á dögunum.

Rafmagnsbíllinn VW e-Golf yfirleitt uppseldur

Svo mikil hefur eftirspurnin verið eftir rafmagnsbílnum e-Golf frá Volkswagen að fyrirtækið á svo til aldrei neinar birgðir af bílnum, fremur er barist um þau eintök sem framleidd eru.

Sjá næstu 50 fréttir