Handbolti

Bjarki Már og fé­lagar úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarki Már í leik með Veszprém.
Bjarki Már í leik með Veszprém. Twitter@telekomveszprem

Álaborg sló í kvöld Veszprém út í Meistaradeild karla í handbolta. Danirnir unnu leikinn með fimm marka mun, 33-28. og einvígið þar með fjögurra marka mun þar sem Veszprém vann fyrri leikinn með aðeins eins marks mun.

Gestirnir byrjuðu vel en um miðbik fyrri hálfleiks tók Álaborg öll völd á vellinum. Mestur var munurinn fimm mörk en þegar flautað var til hálfleiks var hann fjögur, staðan þá 18-14.

Í síðari hálfleik var munurinn á bilinu tvö til þrjú mörk þangað til heimamenn stungu einfaldlega af undir lok leiks. Munurinn rauk upp í fjögur mörk og var fimm þegar flautað var til leiksloka, 33-28. 

Álaborg því komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bjarki Már skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×