Handbolti

Hauka­konur sópuðu Fram í sumar­frí og mæta Val í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukakonur eru komnar í úrslit. Elín Klara [nr. 2] átti að venju stórbrotinn leik.
Haukakonur eru komnar í úrslit. Elín Klara [nr. 2] átti að venju stórbrotinn leik. Vísir/Hulda Margrét

Það verða Haukar og Valur sem mætast í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta árið 2024. Valur tryggði sér sæti í úrslitum með að sópa ÍBV úr keppni í gær og í dag gerðu Haukakonur slíkt hið sama við Fram.

Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Vitandi að tap myndi þýða sumarfrí þá svaraði Fram og komst í kjölfarið yfir. Það dugði þó skammt, Haukar náðu yfirhöndinni og héldu henni út fyrri hálfleik. Staðan þá 11-9 gestunum úr Hafnafirði í vil.

Í síðari hálfleik voru Haukar með völdin nær allan tímann og lengi vel ljóst í hvað stefndi. Lokatölur 23-27 og Haukakonur komnar í úrslit.

Elín Klara Þorkelsdóttir var eins og svo oft áður mögnuð í liði Hauka. Hún skoraði 10 mörk. Þar á eftir voru Inga Dís Jóhannsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir með 4 mörk hvor. Í markinu varði Margrét Einarsdóttir 11 skot.

Hjá Fram var Kristrún Steinþórsdóttir markahæst með 9 mörk. Þær Ingunn María Brynjarsdóttir og Andrea Gunnlaugsdóttir vörðu samtals 7 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×