Hagsmunaverðir leggjast á sveif með sjóðunum
Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja leggjast gegn áformum Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að slíta ÍL-sjóði. Að mati SFF munu útgjöld vegna sjóðsins ekki valda ríkissjóði „teljandi erfiðleikum" í framtíðinni og SA segja áform ráðherra um að slíta sjóðnum geta haft neikvæð áhrif á trúverðugleika ríkissjóðs á fjármálamarkaði.