Erlent

John­son segist ekki vilja gera neinum það að lýsa yfir stuðningi við hann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Johnson sagði af sér í síðustu viku eftir röð hneykslismála og fjölda vantraustsyflrýsinga af hálfu samflokksmanna sinna.
Johnson sagði af sér í síðustu viku eftir röð hneykslismála og fjölda vantraustsyflrýsinga af hálfu samflokksmanna sinna. epa/Tolga Akmen

„Ég vil ekki eyðileggja fyrir neinum með því að veita honum stuðning minn,“ sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist lýsa yfir stuðningi við einhvern þeirra einstaklinga sem sækist eftir því að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins.

Johnson ræddi stuttlega við blaðamenn í dag en hann sagði af sér í síðustu viku, eftir að fjöldi ráðherra og annarra háttsettra embættismanna sagði af sér og lýsti yfir vantrausti á hann sem forsætisráðherra.

Samkvæmt breskum miðlum var hvíslað um það um helgina að Johnson myndi sjálfur sækjast eftir leiðtogaembættinu en það var dregið til baka, enda segir í kosningalögum Íhaldsflokksins að leiðtogi sem hefur sagt af sér megi ekki bjóða sig fram í næstu leiðtogakosningum.

Ellefu vilja hnossið; Kemi Badenoch, Suella Braverman, Rehman Chishti, Jeremy Hunt, Sajid David, Penny Mordaunt, Grant Shapps, Rishi Sunak, Liz Truss, Ton Tugendhat og Nadhim Zahawi.

Johnson sagði við blaðamenn í morgun að hann hygðist stýra skipinu næstu vikurnar, þar til nýr leiðtogi yrði kjörinn, og framfylgja þeirri stefnu sem kjósendur hefðu lagt stuðning sinn við í síðustu kosningum.

Forsætisráðherrann hefur verið gagnrýndur fyrir það bæði af samflokksmönnum sínum og stjórnarandstöðunni að ætla að vera við völd fram í október og Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hótað því að leggja fram vantrauststillögu á þinginu ef Íhaldsmenn koma Johson ekki sjálfir frá.


Tengdar fréttir

Liz Truss stað­festir fram­boð sitt

Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur staðfest að hún ætli að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fram fer á næstu mánuðum. Hún var einn stuðningsmanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann var kjörinn leiðtogi flokksins árið 2019.

Wallace ætlar ekki að bjóða sig fram

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, ætlar ekki að bjóða sig fram til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins. Hann greinir sjálfur frá þessu á Twitter-síðu sinni.

„Pútín mun ekki gráta það að hann sé farinn“

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands lýsti því yfir í dag að hann sæktist eftir að verða næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og þar með forsætisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þekkir vel til innan Íhaldsflokksins, telur líklegt að annað hvort Sunak eða Liz Truss utanríkisráðherra hafi sigur í leiðtogakjöri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×