Erlent

Sau­tján látnir og fleiri slasaðir eftir úr­helli á Ind­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fólk á vespu í Hyderabad á Indlandi.
Fólk á vespu í Hyderabad á Indlandi. AP/Mahesh Kumar

Að minnsta kosti sautján eru látnir og fleiri slasaðir eftir gífurlega rigningu í ríkinu Andhra Pradesh á Suður-Indlandi. Úrhelli hefur verið í ríkinu síðan á fimmtudaginn, sem valdið hefur flóðum og hrint af stað aurskriðum.

Flestir létust þegar strætisvagninn varð rigningunni að bráð í gærkvöldi, en þá létust að minnsta kosti tólf farþegar strætisvagnsins. Þá féll bygging einnig saman í ríkinu í gærkvöldi, og létust að minnsta kosti fimm vegna þessa. Leit að fólki stendur enn yfir, segir í frétt AP News.

Rigning á suðurhluta Indlands er ekki óvenjuleg á þessum árstíma, en rigningin hefur verið sérstaklega mikil í ár. Sérfræðingar hafa varað við því að loftslagsbreytingar hafi gert það að verkum að vatnsmagn hefur aukist mikið og rigningarnar orðið tíðari. 

Yfir hundrað og fimmtíu manns létust í Indlandi og Nepal í síðasta mánuði vegna hamfararigninga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×