Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. september 2021 07:00 Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. Í Atvinnulífinu í vetur verður rætt við fólk sem starfar og/eða hefur starfað í áhugaverðum, óhefðbundnum eða óvenjulegum störfum. Hér segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir frá starfinu sínu hjá Amazon og Kindle en einnig hver upplifunin hennar er á kynjamálum stjórna á Íslandi því Sylvía sat í stjórn Símans og Ölgerðarinnar fyrr á árinu, en er nú Stjórnarformaður Íslandssjóða. Hvernig fær maður starf hjá Amazon? Sylvía starfar í dag sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Áður starfaði hún sem Leiðarkerfistjóri hjá Icelandair og þar áður sem deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði Landsvirkjunar. Sylvía er með M.Sc. próf í operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. En hvernig kom það til að hún fór að vinna fyrir Amazon? „Ég hóf störf hjá Amazon árið 2010. Ég og maðurinn minn fluttum til Lúxemborgar í kjölfar þess að honum bauðst vinna þar og ég kom aðeins seinna út og þá ólétt af fyrsta barninu okkar. Við stofnuðum fjölskyldu þar saman og ég fór að leita að vinnu þegar sonur okkar byrjaði á leikskóla,“ segir Sylvía. Hún lýsir ráðningaferli Amazon sem afar sérstöku. „Það er þannig að þú ferð í svokallaðan viðtalshring og þá eru fjórir til fimm manns sem taka viðtal við þig hver og einn út frá einni „Leadership Principles“ sem eru leiðtogagildi Amazon. Einn af þeim sem tekur viðtalið er sérstaklega þjálfaður sem „bar raiser“ og sá sér til þess að umsækjandinn sem er ráðin sé betri en hinir sem fyrir eru í einhverju,“ segir Sylvía og bætir við: „Eftir hvert viðtal er sett endurgjöf inn í kerfi og síðan eru umræður um hvort eigi að ráða eða ekki ráða einstaklinginn.“ Fyrsta starfið sem Sylvía fékk hjá Amazon var í fjármáladeildinni þar sem hún starfaði við nýfjárfestingar í rekstri félagsins í Evrópu. „Reyndar var það nú þannig með starfið sem ég fékk að ég fékk fyrst nei frá þeim í pósti. Ég spurði bara af hverju og þá var það víst einhver misskilningur og ég var boðuð í viðtal.“ Sylvía segir skýra sýn eiganda Amazon, Jeff Bezos, skilaðsér beint í dagleg störf allra sem hjá Amazon starfa.Vísir/Getty Áhrif Jeff Bezos skýr Fyrsta starf Sylvíu hjá Amazon snerist um að meta arðsemi nýfjárfestinga fyrir vöruhús Amazon í Evrópu. Þar starfaði Sylvía með verkfræðingum í að meta alla innviði sem þurftu til í vöruhúsin út frá söluspám frá markaðs- og vörumerkjadeildum. Þá sá hópurinn um að meta kaup á pökkunarvélum, búnaði í vöruhús og róbótavæðingu vöruhúsa. Sylvía segir starfið hafa verið bæði fjölbreytt og lærdómsríkt en það var þó aðeins upphafið. „Eftir þrjú ár í þessu starfi fór ég yfir í bókabransann og byrjaði í Analytics teymi þar. Þar var ég að búa til líkön sem notuð voru í samningaviðræðum við stóru bókaforlögin úti og setti upp öll markmið fyrir Kindle deildina út frá stefnu stjórnenda. Síðan sá ég um að keyra og samræma aðgerðir Kindle teymisins og finna út hvaða aðgerðir hefðu mesta vægi þegar kæmi að því að hreyfa við mælikvörðunum. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt og þetta hlutverk stækkaði hratt,“ segir Sylvía og bætir við: „Ég var fljótt komin með alla Evrópu undir og síðan bættust Indland og Ástralía við. Það var áskorun því það þurfti að taka tillit til annarra menningarheima og jafnvel árstíða.“ Brátt tók Sylvía við vöruþróun á áskriftarþjónustu bóka Amazon, Kindle-Unlimited sem á þessum tíma var ný vara. Í því starfi sá Sylvía um að semja um titla fyrir áskriftarþjónustuna, ákveða verðlagningu og allt annað sem tengdist framsetningu á vörunni sjálfri. „Það var mjög svo skemmtilegt og lærdómsríkt að læra inn á það hjá svona stóru fyrirtæki. Ég lærði rosalega margt öll árin hjá Amazon og erfitt að segja frá einhverju einu. Það var alveg frábært að vinna í svona dýnamísku umhverfi þar sem öll vorum við á tánum.“ Amazon er í eigu ríkasta manns í heimi, Jeff Bezos. Sylvía segir hans áhrif hafa verið mjög sýnileg í öllu starfi fyrirtækisins. Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar sem voru að vinna í daglegum störfum og menningin hjá Amazon er alveg einstök. Það var mjög lærdómsríkt að sjá hversu mikið stjórnendur og umgjörð hjá fyrirtækjum geta haft bein áhrif á menninguna. Uppbygging á því hvernig þú ert metinn af því sem þú gerir, árangursmælikvarðar og síðan hvernig fólk er ráðið inn er allt út frá sömu gildum. Þú veist alltaf að hverju þú gengur og hvað þú þarft í rauninni að gera til að standa þig og ganga vel.“ Ísland og stóri heimurinn Sylvía segir að þó hafi ýmislegt komið henni á óvart hjá Amazon. Til dæmis hversu handvirk vinnan í vöruhúsunum var á þessum tíma, þar sem fólk var að handpikka og hlaupa með hluti til og frá. Það sama átti við um innpökkunina sem var handvirk. „Á þeim tíma vorum við á Íslandi komin jafnvel lengra í að nýta hæðarpláss í vöruhúsum – ég sá það strax þegar ég byrjaði að skoða fyrirtæki hér þegar ég var í stjórn Ölgerðarinnar. Tækninni hefur fleygt fram á síðustu árum og það eru ótalmörg tækifæri sem felast í henni á þessu sviði. Þess vegna finnst mér ótrúlega gaman að vera komin í tæknigeirann núna og að fá að vinna hjá Origo því þar eru óteljandi tækifæri til að gera samfélagið betra með tækninni.“ En ef þú værir að gefa fólki ráð sem dreymir um að starfa fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki, hvaða ráð myndir þú gefa? „Kynna sér fyrirtækið vel og menninguna hjá því. Nú er komið svo mikið af upplýsingum um hvernig svona viðtalsferli fer fram og jafnvel spurningarnar á netinu. Síðan er bara að gefast ekki upp að sækja um þau störf sem passa við menntun og fyrri störf og vanda sig í að gera ferilskrá og kynningarbréf, mjög mikilvægt er að þau séu klæðskerasaumuð af hverri einstakri starfslýsingu,“ segir Sylvía en bendir líka á að framhaldsmenntun erlendis frá hafi líka hjálpað til. Sylvía segir árin hjá Amazon hafa verið mjög lærdómsrík og erfitt að velja eitthvað eitt atriði sem stendur uppúr. Umhverfið á vinnustaðnum var mjög dýnamískt og allir á tánum að gera sitt besta.Vísir/Vilhelm Var Spiderman þegar hún var lítil Eins og áður segir, er Sylvía stjórnarformaður Íslandssjóða, til viðbótar við að sitja í framkvæmdastjórn hjá Origo. Það er því ekki úr vegi að spyrja Sylvíu aðeins um kynjamálin og hvernig þau blasa við henni í atvinnulífinu. „Ég held að kynjamálin í atvinnulífinu séu í takt við hvað er í gangi í kynjamálum í samfélaginu í heild. Þetta er svo greipað í menninguna hjá okkur og þá aðallega þessir ómeðvituðu fordómar og orðræða sem er mun karllægri en við höldum,“ segir Sylvía og bætir við: Til dæmis gerist það ennþá oft á dag að ég sit á fundum þar sem talað er um alla á fundinum í karlkyni. „Við erum komnir“ og ég sjálf er líklega orðin samdauna þessu en ungar konur árið 2021 eiga ekki að þurfa að upplifa sig utanveltu á þennan hátt.“ Sylvía segir fyrirmyndir líka skipta miklu máli. Þegar hún var lítil, var til dæmis lítið um að konur væru mjög áberandi. „Ef ég fór á bíómyndir þá var ég miklu frekar Spiderman en einhver kona í myndinni. Það breyttist síðan allhressilega þegar við fengum Vigdísi forseta og síðan komu margar fleiri konur og brutu ísinn. Ég er mjög þakklát fyrir þær fyrirmyndir sem við höfum í atvinnulífinu og samfélaginu af sterkum konum sem stýra stórum fyrirtækjum og stofnunum,“ segir Sylvía. „Mér finnst orðið miklu viðurkenndara að nota það sem mætti kallast kvenlæg gildi og stjórnunaraðferðir bæði hjá konum og körlum. En það er langt í land að konur séu í forstjórastólnum og stjórnarformenn almennt í fyrirtækjum, loksins komin kona í kauphöllina. Þannig að margt er gott en það er alltof langt í land að mínu mati.“ Sylvíu finnst þó mikilvægt að benda á að horfa þarf á fjölbreytileikann út frá fleiri vinklum en aðeins kynjamálunum. Það hafi hún til dæmis lært þegar hún var hjá Amazon. „Ég man til dæmis þegar ég hafði nóg að gera hjá Amazon og datt einhverra hluta í hug að það væri góð hugmynd að henda í klassískan rauðvínspott til að veðja á Eurovision. En þegar ég var að virkja fólk í þetta þá sagði einn við mig að hann tæki ekki þátt í veðmálum af trúarástæðum,“ segir Sylvía. Þá nefnir hún sérstaklega áhugaverða bók sem hún las nýverið, Farsighted eftir Steven Johnson. Í þeirri bók fer höfundur yfir rannsóknir sem sýna að hópar taka betri ákvarðanir ef þeir eru fjölbreyttir í samsetningu. „Enda séu málin þá skoðuð út frá fleiri vinklum og þar með á heildstæðari hátt.“ Starfsframi Góðu ráðin Tækni Amazon Tengdar fréttir Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Tólf uppáhalds bækur Jeff Bezos sem stjórnendur geta lært af Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, segir stjórnendur geta lært mikið af bókum um fólk og ævisögur. 7. ágúst 2020 11:00 Í aðdraganda aðalfunda: Fjögur atriði úr skýrslu Jeff Bezos Í aðdraganda aðalfundarhrinunnar sem framundan er rýnum við í skýrslu Jeff Bezos forstjóra Amazon frá því í fyrra. Hverjar eru áherslur farsæls leiðtoga og eins ríkasta manns heims? 14. febrúar 2020 09:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Sjá meira
Í Atvinnulífinu í vetur verður rætt við fólk sem starfar og/eða hefur starfað í áhugaverðum, óhefðbundnum eða óvenjulegum störfum. Hér segir Sylvía Kristín Ólafsdóttir frá starfinu sínu hjá Amazon og Kindle en einnig hver upplifunin hennar er á kynjamálum stjórna á Íslandi því Sylvía sat í stjórn Símans og Ölgerðarinnar fyrr á árinu, en er nú Stjórnarformaður Íslandssjóða. Hvernig fær maður starf hjá Amazon? Sylvía starfar í dag sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Áður starfaði hún sem Leiðarkerfistjóri hjá Icelandair og þar áður sem deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði Landsvirkjunar. Sylvía er með M.Sc. próf í operational Research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. En hvernig kom það til að hún fór að vinna fyrir Amazon? „Ég hóf störf hjá Amazon árið 2010. Ég og maðurinn minn fluttum til Lúxemborgar í kjölfar þess að honum bauðst vinna þar og ég kom aðeins seinna út og þá ólétt af fyrsta barninu okkar. Við stofnuðum fjölskyldu þar saman og ég fór að leita að vinnu þegar sonur okkar byrjaði á leikskóla,“ segir Sylvía. Hún lýsir ráðningaferli Amazon sem afar sérstöku. „Það er þannig að þú ferð í svokallaðan viðtalshring og þá eru fjórir til fimm manns sem taka viðtal við þig hver og einn út frá einni „Leadership Principles“ sem eru leiðtogagildi Amazon. Einn af þeim sem tekur viðtalið er sérstaklega þjálfaður sem „bar raiser“ og sá sér til þess að umsækjandinn sem er ráðin sé betri en hinir sem fyrir eru í einhverju,“ segir Sylvía og bætir við: „Eftir hvert viðtal er sett endurgjöf inn í kerfi og síðan eru umræður um hvort eigi að ráða eða ekki ráða einstaklinginn.“ Fyrsta starfið sem Sylvía fékk hjá Amazon var í fjármáladeildinni þar sem hún starfaði við nýfjárfestingar í rekstri félagsins í Evrópu. „Reyndar var það nú þannig með starfið sem ég fékk að ég fékk fyrst nei frá þeim í pósti. Ég spurði bara af hverju og þá var það víst einhver misskilningur og ég var boðuð í viðtal.“ Sylvía segir skýra sýn eiganda Amazon, Jeff Bezos, skilaðsér beint í dagleg störf allra sem hjá Amazon starfa.Vísir/Getty Áhrif Jeff Bezos skýr Fyrsta starf Sylvíu hjá Amazon snerist um að meta arðsemi nýfjárfestinga fyrir vöruhús Amazon í Evrópu. Þar starfaði Sylvía með verkfræðingum í að meta alla innviði sem þurftu til í vöruhúsin út frá söluspám frá markaðs- og vörumerkjadeildum. Þá sá hópurinn um að meta kaup á pökkunarvélum, búnaði í vöruhús og róbótavæðingu vöruhúsa. Sylvía segir starfið hafa verið bæði fjölbreytt og lærdómsríkt en það var þó aðeins upphafið. „Eftir þrjú ár í þessu starfi fór ég yfir í bókabransann og byrjaði í Analytics teymi þar. Þar var ég að búa til líkön sem notuð voru í samningaviðræðum við stóru bókaforlögin úti og setti upp öll markmið fyrir Kindle deildina út frá stefnu stjórnenda. Síðan sá ég um að keyra og samræma aðgerðir Kindle teymisins og finna út hvaða aðgerðir hefðu mesta vægi þegar kæmi að því að hreyfa við mælikvörðunum. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt og þetta hlutverk stækkaði hratt,“ segir Sylvía og bætir við: „Ég var fljótt komin með alla Evrópu undir og síðan bættust Indland og Ástralía við. Það var áskorun því það þurfti að taka tillit til annarra menningarheima og jafnvel árstíða.“ Brátt tók Sylvía við vöruþróun á áskriftarþjónustu bóka Amazon, Kindle-Unlimited sem á þessum tíma var ný vara. Í því starfi sá Sylvía um að semja um titla fyrir áskriftarþjónustuna, ákveða verðlagningu og allt annað sem tengdist framsetningu á vörunni sjálfri. „Það var mjög svo skemmtilegt og lærdómsríkt að læra inn á það hjá svona stóru fyrirtæki. Ég lærði rosalega margt öll árin hjá Amazon og erfitt að segja frá einhverju einu. Það var alveg frábært að vinna í svona dýnamísku umhverfi þar sem öll vorum við á tánum.“ Amazon er í eigu ríkasta manns í heimi, Jeff Bezos. Sylvía segir hans áhrif hafa verið mjög sýnileg í öllu starfi fyrirtækisins. Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar sem voru að vinna í daglegum störfum og menningin hjá Amazon er alveg einstök. Það var mjög lærdómsríkt að sjá hversu mikið stjórnendur og umgjörð hjá fyrirtækjum geta haft bein áhrif á menninguna. Uppbygging á því hvernig þú ert metinn af því sem þú gerir, árangursmælikvarðar og síðan hvernig fólk er ráðið inn er allt út frá sömu gildum. Þú veist alltaf að hverju þú gengur og hvað þú þarft í rauninni að gera til að standa þig og ganga vel.“ Ísland og stóri heimurinn Sylvía segir að þó hafi ýmislegt komið henni á óvart hjá Amazon. Til dæmis hversu handvirk vinnan í vöruhúsunum var á þessum tíma, þar sem fólk var að handpikka og hlaupa með hluti til og frá. Það sama átti við um innpökkunina sem var handvirk. „Á þeim tíma vorum við á Íslandi komin jafnvel lengra í að nýta hæðarpláss í vöruhúsum – ég sá það strax þegar ég byrjaði að skoða fyrirtæki hér þegar ég var í stjórn Ölgerðarinnar. Tækninni hefur fleygt fram á síðustu árum og það eru ótalmörg tækifæri sem felast í henni á þessu sviði. Þess vegna finnst mér ótrúlega gaman að vera komin í tæknigeirann núna og að fá að vinna hjá Origo því þar eru óteljandi tækifæri til að gera samfélagið betra með tækninni.“ En ef þú værir að gefa fólki ráð sem dreymir um að starfa fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki, hvaða ráð myndir þú gefa? „Kynna sér fyrirtækið vel og menninguna hjá því. Nú er komið svo mikið af upplýsingum um hvernig svona viðtalsferli fer fram og jafnvel spurningarnar á netinu. Síðan er bara að gefast ekki upp að sækja um þau störf sem passa við menntun og fyrri störf og vanda sig í að gera ferilskrá og kynningarbréf, mjög mikilvægt er að þau séu klæðskerasaumuð af hverri einstakri starfslýsingu,“ segir Sylvía en bendir líka á að framhaldsmenntun erlendis frá hafi líka hjálpað til. Sylvía segir árin hjá Amazon hafa verið mjög lærdómsrík og erfitt að velja eitthvað eitt atriði sem stendur uppúr. Umhverfið á vinnustaðnum var mjög dýnamískt og allir á tánum að gera sitt besta.Vísir/Vilhelm Var Spiderman þegar hún var lítil Eins og áður segir, er Sylvía stjórnarformaður Íslandssjóða, til viðbótar við að sitja í framkvæmdastjórn hjá Origo. Það er því ekki úr vegi að spyrja Sylvíu aðeins um kynjamálin og hvernig þau blasa við henni í atvinnulífinu. „Ég held að kynjamálin í atvinnulífinu séu í takt við hvað er í gangi í kynjamálum í samfélaginu í heild. Þetta er svo greipað í menninguna hjá okkur og þá aðallega þessir ómeðvituðu fordómar og orðræða sem er mun karllægri en við höldum,“ segir Sylvía og bætir við: Til dæmis gerist það ennþá oft á dag að ég sit á fundum þar sem talað er um alla á fundinum í karlkyni. „Við erum komnir“ og ég sjálf er líklega orðin samdauna þessu en ungar konur árið 2021 eiga ekki að þurfa að upplifa sig utanveltu á þennan hátt.“ Sylvía segir fyrirmyndir líka skipta miklu máli. Þegar hún var lítil, var til dæmis lítið um að konur væru mjög áberandi. „Ef ég fór á bíómyndir þá var ég miklu frekar Spiderman en einhver kona í myndinni. Það breyttist síðan allhressilega þegar við fengum Vigdísi forseta og síðan komu margar fleiri konur og brutu ísinn. Ég er mjög þakklát fyrir þær fyrirmyndir sem við höfum í atvinnulífinu og samfélaginu af sterkum konum sem stýra stórum fyrirtækjum og stofnunum,“ segir Sylvía. „Mér finnst orðið miklu viðurkenndara að nota það sem mætti kallast kvenlæg gildi og stjórnunaraðferðir bæði hjá konum og körlum. En það er langt í land að konur séu í forstjórastólnum og stjórnarformenn almennt í fyrirtækjum, loksins komin kona í kauphöllina. Þannig að margt er gott en það er alltof langt í land að mínu mati.“ Sylvíu finnst þó mikilvægt að benda á að horfa þarf á fjölbreytileikann út frá fleiri vinklum en aðeins kynjamálunum. Það hafi hún til dæmis lært þegar hún var hjá Amazon. „Ég man til dæmis þegar ég hafði nóg að gera hjá Amazon og datt einhverra hluta í hug að það væri góð hugmynd að henda í klassískan rauðvínspott til að veðja á Eurovision. En þegar ég var að virkja fólk í þetta þá sagði einn við mig að hann tæki ekki þátt í veðmálum af trúarástæðum,“ segir Sylvía. Þá nefnir hún sérstaklega áhugaverða bók sem hún las nýverið, Farsighted eftir Steven Johnson. Í þeirri bók fer höfundur yfir rannsóknir sem sýna að hópar taka betri ákvarðanir ef þeir eru fjölbreyttir í samsetningu. „Enda séu málin þá skoðuð út frá fleiri vinklum og þar með á heildstæðari hátt.“
Starfsframi Góðu ráðin Tækni Amazon Tengdar fréttir Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 „Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01 Tólf uppáhalds bækur Jeff Bezos sem stjórnendur geta lært af Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, segir stjórnendur geta lært mikið af bókum um fólk og ævisögur. 7. ágúst 2020 11:00 Í aðdraganda aðalfunda: Fjögur atriði úr skýrslu Jeff Bezos Í aðdraganda aðalfundarhrinunnar sem framundan er rýnum við í skýrslu Jeff Bezos forstjóra Amazon frá því í fyrra. Hverjar eru áherslur farsæls leiðtoga og eins ríkasta manns heims? 14. febrúar 2020 09:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Sjá meira
Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00
„Ég fékk oft að heyra að þetta væri nú frekar bjartsýnt hjá mér“ „Ég hafði stofnað fyrirtækið Icelandic Coupons, sem er afsláttarapp fyrir ferðamenn og Íslendinga árið 2015. Í þeirri vegferð var ég mikið að funda á veitingahúsum landsins. Mér fannst ótrúlegt að sjá hvað voru margar aðferðir notaðar við að halda utan um borðabókanir. Sumir voru með stílabækur, aðrir voru að notast við Word í tölvum og enn aðrir við erlend bókunarforrit og svo framvegis,“ segir Inga Tinna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Dineout um aðdragandann að því að Dineout var stofnað. 13. september 2021 07:01
Tólf uppáhalds bækur Jeff Bezos sem stjórnendur geta lært af Forstjóri Amazon, Jeff Bezos, segir stjórnendur geta lært mikið af bókum um fólk og ævisögur. 7. ágúst 2020 11:00
Í aðdraganda aðalfunda: Fjögur atriði úr skýrslu Jeff Bezos Í aðdraganda aðalfundarhrinunnar sem framundan er rýnum við í skýrslu Jeff Bezos forstjóra Amazon frá því í fyrra. Hverjar eru áherslur farsæls leiðtoga og eins ríkasta manns heims? 14. febrúar 2020 09:00
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01