Viðskipti innlent

Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fer WOW aftur í loftið?
Fer WOW aftur í loftið? epa

Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að Ögmundur hafi sótt um flugrekstrarleyfið fyrir WOW árið 2013. Þá hafi ferlið tekið sex mánuði. Hann segir það ekki skipta sköpum hvort Play, mögulega helsta keppinaut WOW, farnist flugið vel.

Greint var frá því í gær að lögmaður Ballarin hefði farið fram á það fyrir dómstólum að teknar  yrðu skýrslur af fyrrverandi stjórnendum WOW vegna horfinna flugrekstrarhandbóka. Meðal þeirra eru nokkrir núverandi stjórnendur Play.

Birgir Jónsson, forstjóri Play, hefur hafnað því að rekstur félagsins byggi á flugrekstrarbókum WOW.

„Skiptastjórar WOW air hafa ekki getað afhent flugrekstrargögn og bækur WOW air eða fylgigögn þeirra, hvort sem er í prentuðu eða rafrænu formi. Gögnin var ekki að finna í gagnagrunnum WOW air,“ hefur Fréttablaðið eftir Ögmundi. 


Tengdar fréttir

Ballarin laug í þætti Kveiks og ýtti undir sam­særis­kenningar

Michelle Roosevelt Edwards, eða Michelle Ballarin, laug um það að eiga 30 milljóna Bandaríkjadala setur í Virginíu, í viðtali við Kveik í febrúar á síðasta ári. Setrið er í eigu fjárfestisins David B. Ford, sem dó á síðasta ári, og segist ekkja hans ekki hafa hugmynd um hvernig Edwards komst inn í húsið.

Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila

Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista.

Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin

Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×