Málin gegn Ólafi Helga og tveimur starfsmönnum felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 15:57 Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/SigurjónÓ Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál gegn fyrrverandi Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og tveimur starfsmönnum embættisins, saksóknarfulltrúa annars vegar og skjalastjóra hins vegar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðilar málsins hafi fengið staðfestingu þess efnis send Málin eru angi af hörðum deilum sem verið hafa á skrifstofu embættisins undanfarin misseri þar sem fléttast saman ásakanir um einelti, veikindaleyfi, ólögmætar uppsagnir, hallarbyltingu og tilfærslur í starfi. Lögmaður starfsmannanna tveggja fagnar niðurstöðunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmennirnir sakaðir um gagnaleka með því að hafa afhent þriðja aðila niðurstöðu fagráðs við eineltiskvörtunum þeirra. Starfsmennirnir tveir sökuðu meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing á ákærusviði embættisins, og mannauðsstjóra hjá embættinu um einelti. „Það er með öllu óþolandi að tvær saklausar konur, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína, séu sakaðar um ólöglegt athæfi, þegar það blasir við öllum að þetta er hluti af miklu stærra og flóknara eineltismáli,“ segir Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, fagnar niðurstöðunni.Íris Dögg Einarsdóttir „Það þurfti að hafa fyrir því, en það er ánægjuleg niðurstaða að málið sé fellt niður og ég sem verjandi fagna því fyrir hönd kvennanna tveggja að hið opinbera hafi loks áttað sig á hinum raunverulega málatilbúnaði.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega um málið í sumar. Þar kom fram að kvartanirnar vegna eineltis hefðu borist Ólafi Helga í byrjun júní, fagráðið tekið þær fyrir 20. júní og meintir eineltisgerendur boðaðir á fund nokkrum dögum síðar. Ólafur var sakaður um trúnaðarbrot í starfi með því að hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann setti spurningamerki við að tveir starfsmenn embættisins, þeirra á meðal Alda Hrönn, hefðu farið í veikindaleyfi á sama tíma. Sagði hann starfsmennina hafa farið í leyfi án þess að ræða við sig. Hann hefði raunar fengið þær upplýsingar í sjálfvirku svari við tölvupósti. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru kærð til héraðssaksóknara þann 1. október síðastliðinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá var Grímur Hergeirsson starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi lét af störfum. Ólafur Helgi starfar nú sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru send í launað leyfi frá störfum sínum í nóvember. Reikna má með því að þau snúi aftur til starfa nú þegar málið hefur verið fellt niður. Háævarar deilur voru á skrifstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í sumar og samstarfsörðugleikar miklir eins og fram hefur komið. Ólafur Helgi var færður úr starfinu í ágúst og Úlfar Lúðvíksson tók við því í nóvember. Auglýst var eftir nýjum mannauðsstjóra í lok október. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Aðilar málsins hafi fengið staðfestingu þess efnis send Málin eru angi af hörðum deilum sem verið hafa á skrifstofu embættisins undanfarin misseri þar sem fléttast saman ásakanir um einelti, veikindaleyfi, ólögmætar uppsagnir, hallarbyltingu og tilfærslur í starfi. Lögmaður starfsmannanna tveggja fagnar niðurstöðunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru starfsmennirnir sakaðir um gagnaleka með því að hafa afhent þriðja aðila niðurstöðu fagráðs við eineltiskvörtunum þeirra. Starfsmennirnir tveir sökuðu meðal annars Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfræðing á ákærusviði embættisins, og mannauðsstjóra hjá embættinu um einelti. „Það er með öllu óþolandi að tvær saklausar konur, sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vinna vinnuna sína, séu sakaðar um ólöglegt athæfi, þegar það blasir við öllum að þetta er hluti af miklu stærra og flóknara eineltismáli,“ segir Sara Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna, fagnar niðurstöðunni.Íris Dögg Einarsdóttir „Það þurfti að hafa fyrir því, en það er ánægjuleg niðurstaða að málið sé fellt niður og ég sem verjandi fagna því fyrir hönd kvennanna tveggja að hið opinbera hafi loks áttað sig á hinum raunverulega málatilbúnaði.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega um málið í sumar. Þar kom fram að kvartanirnar vegna eineltis hefðu borist Ólafi Helga í byrjun júní, fagráðið tekið þær fyrir 20. júní og meintir eineltisgerendur boðaðir á fund nokkrum dögum síðar. Ólafur var sakaður um trúnaðarbrot í starfi með því að hafa sent dómsmálaráðuneytinu bréf þar sem hann setti spurningamerki við að tveir starfsmenn embættisins, þeirra á meðal Alda Hrönn, hefðu farið í veikindaleyfi á sama tíma. Sagði hann starfsmennina hafa farið í leyfi án þess að ræða við sig. Hann hefði raunar fengið þær upplýsingar í sjálfvirku svari við tölvupósti. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru kærð til héraðssaksóknara þann 1. október síðastliðinn samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá var Grímur Hergeirsson starfandi lögreglustjóri á Suðurnesjum eftir að Ólafur Helgi lét af störfum. Ólafur Helgi starfar nú sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu. Starfsmennirnir tveir og Ólafur Helgi voru send í launað leyfi frá störfum sínum í nóvember. Reikna má með því að þau snúi aftur til starfa nú þegar málið hefur verið fellt niður. Háævarar deilur voru á skrifstofu Lögreglustjórans á Suðurnesjum í sumar og samstarfsörðugleikar miklir eins og fram hefur komið. Ólafur Helgi var færður úr starfinu í ágúst og Úlfar Lúðvíksson tók við því í nóvember. Auglýst var eftir nýjum mannauðsstjóra í lok október.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35 Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11 Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3. desember 2020 06:35
Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. 20. ágúst 2020 13:11
Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því. 23. júlí 2020 18:09