Enski boltinn

Íslendingur var einum degi frá því að spá rétt um brottrekstur Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho fussar og sveiar í leiknum gegn Liverpool.
Mourinho fussar og sveiar í leiknum gegn Liverpool. vísir/getty
Twitter-notandinn Tómas G. Jóhannsson var ekki langt frá því að spá rétt um hvenær Jose Mourinho yrði rekinn frá Manchester United.

Tómas setti á Twitter-síðu sína í lok apríl að eftir að Mourinho myndi fá skell á Anfield yrði hann rekinn. United tapaði 3-1 gegn Liverpool á sunnudaginn.

Tómas giskaði á að dagsetningin yrði daginn eftir leikinn, 17. desember, en United beið í einn dag til viðbótar svo dagsetningin varð að endingu 18. desember en ekki sá sautjándi.

Þegar einhverjir reyndu að tala Tómas til undir Twittinu sagði Tómas: „City og liverpool taka tvö efstu. Hef enga trú á United þetta ár. Stemmningin virkar betur hjá 6 flokk Fjölni eftir 5-0 tap en hjá United.“

Það hefur heldur betur reynst raunin en Twittið skemmtilega má sjá hér að neðan. Það er spurning að heyra í Tómasi og fá lottótölurnar fyrir helgina?


Tengdar fréttir

Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn

Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×