Hjúkrunarkonan orðin hjúkrunarfræðingur í barnabók Birgittu Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2018 10:56 Í nýrri endurprentun bókar Birgittu sem segir af því að Lára fari til læknis hittir Lára nú hjúkrunarfræðing en ekki hjúkrunarkonu. visir/vilhelm „Láru-upplag ársins er komið í 12 þúsund eintök, fyrstu upplög eru á þrotum,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins, harla kátur með góða bóksölu. Gripið hefur verið til þess að endurprenta nýjar barnabækur Birgittu Haukdal vegna góðra viðtakna. Bækurnar eru prentaðar utan landsteina og er verið að bruna bókunum upp allt meginland Evrópu til að tryggja það að bækurnar nái til lands áður en mesta jólabóksalan hefst.Stórskaðlegar staðalímyndir Bókin Lára fer til læknis olli nokkrum usla á dögunum vegna þess að hópur hjúkrunarfræðinga taldi forkastanlegt að ein persóna í bókinni er kölluð hjúkrunarkona en ekki hjúkrunarfræðingur; að hún væri í aukahlutverki og ekki nafngreind. Þótti höfundur ekki sýna stéttinni tilhlýðilega virðingu, um skaðlega staðalímynd væri að ræða og Vísir hefur heimildir fyrir því að meira að segja gengu hugleiðingar í lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga út á það að þetta væri hugsanlega liður í að smætta stéttina vegna komandi kjaraviðræðna. Fjöldi fólks gaf á hinn bóginn lítið fyrir það sjónarmið á samfélagsmiðlum, töldu hjúkrunarkonu gott og gilt orð og vildu margir sýna Birgittu samstöðu og var skorað á fólk að kaupa bækur hennar til að undirstrikunar þeirri skoðun að þetta væri ómakleg og ómarktæk gagnrýni. Listin gæti aldrei orðið uppeldisfræði í dulargervi, ef hún lítur forskrift tiltekinna viðhorfa er um áróður að ræða en ekki list. Undir þetta tók Birgitta í ítarlegu viðtali Vísis sem snérist um rithöfundaferil hennar. Ef litið er til góðs gengis Birgittu á bóksölulistum virðist sem fjöldi manna hafi svarað kallinu, þó erfitt sé að fullyrða um hvað ræður bókarkaupum. Viðurkenning á mistökum Birgitta vildi hins vegar verða við þessari kröfu um breytingu, þó hún hafi ekki viðurkennt mistök baðst hún afsökunar og lýsti því að henni þætti leitt að hafa sært hjúkrunarfræðinga. Forlagið var jafnframt sakað um að hafa gert mistök í útgáfuferlinu af reiðum hjúkrunarfræðingum. Spurður hvort breytingin hljóti þá ekki að vera til marks um að mistök hafi verið gerð segir Egill Örn að Birgitta hafi sjálf sagt að hún vildi „leiðrétta þetta, eðlilega. Og við urðum að sjálfsögðu við því.“ Samkvæmt þessu geta hjúkrunarfræðingar og þeir sem telja að koma verði böndum á stórskaðlegar staðalímyndir í bókmenntum nú hrósað sigri og tekið Birgittu í sátt. Bókmenntir Menning Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Láru-upplag ársins er komið í 12 þúsund eintök, fyrstu upplög eru á þrotum,“ segir Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins, harla kátur með góða bóksölu. Gripið hefur verið til þess að endurprenta nýjar barnabækur Birgittu Haukdal vegna góðra viðtakna. Bækurnar eru prentaðar utan landsteina og er verið að bruna bókunum upp allt meginland Evrópu til að tryggja það að bækurnar nái til lands áður en mesta jólabóksalan hefst.Stórskaðlegar staðalímyndir Bókin Lára fer til læknis olli nokkrum usla á dögunum vegna þess að hópur hjúkrunarfræðinga taldi forkastanlegt að ein persóna í bókinni er kölluð hjúkrunarkona en ekki hjúkrunarfræðingur; að hún væri í aukahlutverki og ekki nafngreind. Þótti höfundur ekki sýna stéttinni tilhlýðilega virðingu, um skaðlega staðalímynd væri að ræða og Vísir hefur heimildir fyrir því að meira að segja gengu hugleiðingar í lokuðum hópi hjúkrunarfræðinga út á það að þetta væri hugsanlega liður í að smætta stéttina vegna komandi kjaraviðræðna. Fjöldi fólks gaf á hinn bóginn lítið fyrir það sjónarmið á samfélagsmiðlum, töldu hjúkrunarkonu gott og gilt orð og vildu margir sýna Birgittu samstöðu og var skorað á fólk að kaupa bækur hennar til að undirstrikunar þeirri skoðun að þetta væri ómakleg og ómarktæk gagnrýni. Listin gæti aldrei orðið uppeldisfræði í dulargervi, ef hún lítur forskrift tiltekinna viðhorfa er um áróður að ræða en ekki list. Undir þetta tók Birgitta í ítarlegu viðtali Vísis sem snérist um rithöfundaferil hennar. Ef litið er til góðs gengis Birgittu á bóksölulistum virðist sem fjöldi manna hafi svarað kallinu, þó erfitt sé að fullyrða um hvað ræður bókarkaupum. Viðurkenning á mistökum Birgitta vildi hins vegar verða við þessari kröfu um breytingu, þó hún hafi ekki viðurkennt mistök baðst hún afsökunar og lýsti því að henni þætti leitt að hafa sært hjúkrunarfræðinga. Forlagið var jafnframt sakað um að hafa gert mistök í útgáfuferlinu af reiðum hjúkrunarfræðingum. Spurður hvort breytingin hljóti þá ekki að vera til marks um að mistök hafi verið gerð segir Egill Örn að Birgitta hafi sjálf sagt að hún vildi „leiðrétta þetta, eðlilega. Og við urðum að sjálfsögðu við því.“ Samkvæmt þessu geta hjúkrunarfræðingar og þeir sem telja að koma verði böndum á stórskaðlegar staðalímyndir í bókmenntum nú hrósað sigri og tekið Birgittu í sátt.
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir „Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59 Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23 Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef það hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 17:59
Birgitta styrkir stöðu sína á bóksölulistanum Glæpasagnaprinsinn Ragnar styrkir stöðu sína. 30. nóvember 2018 09:23
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42
Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00
Segir vinnubrögð Birgittu óásættanleg Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands, birti í dag skoðanapistil þar sem hún gagnrýndi vinnubrögð útgáfufyrirtækisins Forlagsins og söngkonunnar og rithöfundarins Birgittu Haukdal við útgáfu bókar Birgittu, Lára fer til læknis. 19. nóvember 2018 22:36