Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jóns­son

Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði  kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að  sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið.

Innlent
Fréttamynd

Björg­ólfur og Skúli í stuði í Fen­eyjum

Einir frægustu athafnamenn landsins þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen njóta þessa dagana lífsins í Feneyjum ásamt eiginkonum sínum þeim Kristínu Ólafsdóttur og Grímu Björg Thorarensen. Þar fer nú fram hinn heimsfrægi Feneyjartvíæringur.

Lífið
Fréttamynd

Er menning stór­mál?

Það er mikið ánægjuefni að geta á ársfundi Hörpu í dag horft yfir nýliðið starfsár og séð að enn á ný hafa metnaðarfull framtíðaráform um Hörpu á heimsmælikvarða gengið eftir. 

Skoðun
Fréttamynd

Karla­kórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys

Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 

Lífið
Fréttamynd

Fred Armisen kemur til Ís­lands

Bandaríski grínistinn, leikarinn og tónlistarmaðurinn Fred Armisen er væntanlegur hingað til lands í september. Hann mun koma fram í Háskólabíó en um er að ræða sýninguna Comedy for Musicians (But Everyone is Welcome) sem er hluti af Evróputúr hans.

Lífið
Fréttamynd

Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik

Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn.

Innlent
Fréttamynd

Sló tvö Spotify-met með nýju plötunni

Stórsöngkonan Taylor Swift gaf út plötuna The Tortured Poets Department á föstudaginn. Sama dag hlaut platan flestar hlustanir sem fengist hafa á einum degi á streymisveitunni Spotify auk þess sem söngkonan hlaut flestar hlustanir sem listamaður hefur fengið á einum degi í sögu streymisveitunnar.

Lífið
Fréttamynd

Knox Goes Away: Gamlir en ekki sigraðir

Kvikmyndin Knox Goes Away var tekin til sýningar í Sambíóunum sl. föstudag. Þar leikstýrir Michael Keaton og leikur leigumorðingja sem fær greiningu þess efnis að hann sé með Creutzfeldt-Jakob, taugasjúkdóm sem dregur fólk oftast til dauða innan við ári eftir greiningu.

Gagnrýni