Erlent

Starfsmaður eðalvagnaþjónustunnar ákærður vegna árekstrarins mannskæða

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðkoman að slysinu var hræðileg.
Aðkoman að slysinu var hræðileg. Vísir/AP
Nauman Hussain, starfsmaður fyrirtækisins sem starfrækti eðalvagninn sem sem ekið var á kyrrstæðan bíl í New York-ríki um helgina með þeim afleiðingum að tuttugu létust, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. BBC greinir frá.

Yfirvöld í New York ríki hafa greint frá því að ökumaðurinn, sem lést í slysinu, hafi ekki haft tilskilinn ökuréttindi auk þess sem að lögregla telur að umræddur eðalvagn hefði aldrei átt að vera í umferð eftir að hann fékk falleinkunn á öryggisprófunum í síðasta mánuði.

Hussain er sagður reka eðalvagnaþjónustuna Prestige Limousine. Segir lögmaður hans að hann muni neita sök, lögregla hafi hrapað að ályktunum og of snemmt sé að gefa út ákæru í málinu. Segir lögmaður hans að starf Hussain hjá Prestige Limousine felist aðeins í því að svara í síma og sinna markaðsstarfi. Það sé eigandi fyrirtækisins, faðir Hussain, sem sjái raunverulega um reksturinn.

Lögregla er enn að rannsaka tildrög slyssins en ljóst er að eðalvagninum var ekið gegn stöðvunarskyldu, yfir gatnamót og þaðan á ekið á kyrrstæðan bíl við verslun vestan við Albany í New York. Tuttugu létust í slysinu, þar af voru átján í bifreiðinni en tveir létust er þeir urðu fyrir bílnum á bílastæði við verslunina.

Meðal þeirra sem létust voru meðal annars fjórar systur og vinir þeirra. Þau voru í bílnum á leið í afmælisveislu yngstu systurinnar en hópurinn var að halda upp á þrítugsafmæli hennar.

Hér má sjá hvernig aðstæður á slysstaðnum eru. Eðalvagninum var ekið niður langa brekku í átt að umræddum gatnamótum. Smellið á rauðu hringina til að fá frekari upplýsingar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×