Eftirmaður Johns McCain skipaður Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2018 21:44 Kyl (t.v.) með McCain árið 2011. McCain lést 25. ágúst. Vísir/EPA Ríkisstjóri Arizona-ríkis í Bandaríkjunum hefur skipað fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana til að taka við þingsæti Johns McCain sem lést í síðasta mánuði. Eftirmaður McCain ætlar sér hins vegar aðeins að sitja út árið. Það féll í skaut Doug Ducey, ríkisstjóra Arizona, að skipa eftirmann McCain eftir að hann lést af völdum krabbameins fyrir rúmri viku. Ducey, sem er repúblikani, skipaði Jon Kyl, fyrrverandi öldungadeildarþingmann flokksins, og sagðist vona að hann myndi verma þingsætið að minnsta kosti út þetta ár og vonandi lengur.Washington Post segir að skipan Kyl veiti repúblikönum öruggt atkvæði í öldungadeild þingsins þegar mest ríður á. Þingmenn fjalla nú um dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til hæstaréttar landsins. Repúblikanar hafa tveggja manna meirihluta í öldungadeildinni en McCain hafði misst af þingstörfum allt þetta ár vegna veikinda sinna. McCain var nokkuð gagnrýninn á Trump forseta þó að hann greiddi að mestu leyti atkvæði með forsetanum í þinginu. Kyl er einnig sagður hafa viðrað efasemdir um Trump, en ekki gengið eins langt og McCain. Kyl sat í öldungadeildinni frá 1995 til 2013. Hann hefur síðan unnið sem málafylgjumaður fyrir lyfja- og hergagnafyrirtæki. Hann hefur þó ekki skuldbundið sig til að sitja lengur en til loka þessa þings. Ástæðan fyrir því að hann hætti á þingi til að byrja með hafi verið sú að hann hafi viljað eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Aukakosning um þingsæti McCain fer fram árið 2020. Kjörtímabili hans lýkur árið 2022 og þá verður aftur kosið um sætið. Bandaríkin Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungardeildarþingmannsins John McCain væri send út. 27. ágúst 2018 07:13 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag 1. september 2018 19:21 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Ríkisstjóri Arizona-ríkis í Bandaríkjunum hefur skipað fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana til að taka við þingsæti Johns McCain sem lést í síðasta mánuði. Eftirmaður McCain ætlar sér hins vegar aðeins að sitja út árið. Það féll í skaut Doug Ducey, ríkisstjóra Arizona, að skipa eftirmann McCain eftir að hann lést af völdum krabbameins fyrir rúmri viku. Ducey, sem er repúblikani, skipaði Jon Kyl, fyrrverandi öldungadeildarþingmann flokksins, og sagðist vona að hann myndi verma þingsætið að minnsta kosti út þetta ár og vonandi lengur.Washington Post segir að skipan Kyl veiti repúblikönum öruggt atkvæði í öldungadeild þingsins þegar mest ríður á. Þingmenn fjalla nú um dómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til hæstaréttar landsins. Repúblikanar hafa tveggja manna meirihluta í öldungadeildinni en McCain hafði misst af þingstörfum allt þetta ár vegna veikinda sinna. McCain var nokkuð gagnrýninn á Trump forseta þó að hann greiddi að mestu leyti atkvæði með forsetanum í þinginu. Kyl er einnig sagður hafa viðrað efasemdir um Trump, en ekki gengið eins langt og McCain. Kyl sat í öldungadeildinni frá 1995 til 2013. Hann hefur síðan unnið sem málafylgjumaður fyrir lyfja- og hergagnafyrirtæki. Hann hefur þó ekki skuldbundið sig til að sitja lengur en til loka þessa þings. Ástæðan fyrir því að hann hætti á þingi til að byrja með hafi verið sú að hann hafi viljað eyða meiri tíma með fjölskyldunni. Aukakosning um þingsæti McCain fer fram árið 2020. Kjörtímabili hans lýkur árið 2022 og þá verður aftur kosið um sætið.
Bandaríkin Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungardeildarþingmannsins John McCain væri send út. 27. ágúst 2018 07:13 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag 1. september 2018 19:21 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Sendu ekki út yfirlýsingu að beiðni Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti kom í veg fyrir að yfirlýsing Hvíta Hússins vegna andláts öldungardeildarþingmannsins John McCain væri send út. 27. ágúst 2018 07:13
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40
Minningarathöfn um John McCain var haldin í dag Minningarathöfn um bandaríska þingmanninn, forsetaframbjóðandann og stríðshetjuna John McCain fór fram í Washington í dag 1. september 2018 19:21