Grindhvalavaðan sem festist í Kolgrafafirði í gær er nú komin úr firðinum. Björgunarsveitarfólk vann fyrr í kvöld að því að smala hvölunum úr firðinum.
Einar Þór Strand, formaður svæðisstjórnar hjá Landsbjörgu, segir hvalina vera komna vel út fyrir Urthvalafjörð.
„Þeir virðast stefna eitthvað í norðvestur og við erum hættir að reka þá. Við erum að vona að þeir séu komnir nógu langt út til að þeir geti haldið ferðinni áfram. Svo verðum við bara að sjá hvað skeður.“
Einar segir að ekki verði fylgst nánar með ferðum hvalanna þar sem mannskapurinn til þess sé einfaldlega ekki fyrir hendi.
„Það verður bara að koma í ljós hvað þeir gera. Það fréttist nú snemma ef þeir koma aftur.“
Þetta er í annað sinn sem hvalirnir voru reknir úr firðinum en eftir að hafa verið reknir einu sinni úr firðinum sneru þeir aftur. Því var brugðið á það ráð að reka þá lengra en gert hafði verið í fyrstu tilraun.
Hvalirnir farnir úr Kolgrafafirði

Tengdar fréttir

Ætla ekki að skipta sér af hvölunum
Slysavarnarfélagið Landsbjörg ætlar ekki að reka grindhvalavöðuna sem stödd er í Kolgrafafirði í burt.

Grindhvalavaða festist í Kolgrafafirði
Fyrr í dag festist grindhvalavaða í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi, björgunarsveitir voru kallaðir til og loks tókst að koma hvölunum út á haf.

Stórkostlegt myndband frá björguninni í Kolgrafafirði
Vísir fjallaði fyrr í kvöld um grindhvalavöðu sem festist í Kolgrafafirði í kvöld. Haukur Páll Kristinsson var á staðnum og sendi Vísi magnað myndskeið af hvölunum og aðgerðum björgunarsveita.

Grindhvalirnir sneru aftur
Grindhvalavaðan sem gerði vart við sig í Kolgrafafirði í gærkvöldi, en björgunarsveitarmönnum tókst að reka út úr firðinum á áttunda tímanum, sneri aftur til baka í nótt.