Erlent

Lofa að endurbyggja brúna í Genúa

Castellucci (H) sagði fyrirtækið eiga 500 milljónir evra í hamfarasjóð sem notaður yrði til að endurbyggja Morandi brúna.
Castellucci (H) sagði fyrirtækið eiga 500 milljónir evra í hamfarasjóð sem notaður yrði til að endurbyggja Morandi brúna. Vísir/EPA
Umsjónaraðili Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu sem hrundi í vikunni hefur lofað að endurbyggja brúna.

Framkvæmdastjóri Autostrade per l‘Italia, Giovanni Castellucci, sagði frá áformum fyrirtækisins á blaðamannafundi, þeim fyrsta eftir hrun brúarinnar síðasta þriðjudag.



Reuters hefur það eftir Castellucci að brúin verði endurbyggð með hamfarasjóði fyrirtækisins en í honum eru rúmlega 500 milljónir evra.

Stjórnarformaður fyrirtækisins, Fabio Cerchai, sagði á sama fundi að þrátt fyrir að stjórnmálamenn hafi kallað eftir brottrekstri hátt settra innan Autostrade, yrði Castellucci ekki settur af sem framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.


Tengdar fréttir

Lýsir yfir neyðarástandi eftir brúarhrunið

Forsætisráðherra Ítalíu hefur lýst yfir tólf mánaða neyðarástandi í Liguria-héraði í kjölfar þess 39 manns hið minnsta fórust þegar brú hrundi í borginni Genúa.

Minnst 30 látnir í Genúa

Minnst 30 eru látnir eftir að langur kafli stórrar brúar í Genúa á Ítalíu hrundi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×