Enski boltinn

Rooney: Lífstíllinn hentaði mér

Dagur Lárusson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. vísir/getty
Wayne Rooney, nýjasti leikmaður DC United í Bandaríkjunum, segir að lífstíllinn í Bandaríkjunum hafi spilað stórt hlutverk í ákvörðun hans að færa sig um set.

Eins og flestir vita þá yfirgaf Wayne Rooney Manchester United fyrir síðasta tímabil eftir um þrettán ár hjá félaginu og spilaði hann með uppeldisfélagi sínu Everton í vetur. Rooney náði sér þó ekki nægilega vel á strik í vetur og var ekki með fast sæti í byrjunarliði Everton.

Hann segist ánægður með sína ákvörðun.

„Þeir eru í erfiðari stöðu á botni deildarinnar en ég er búinn að vera að horfa á leiki liðsins undanfarnar vikur og ég séð að þetta lið er efnilegt.“

„Ungu leikmenn liðsins eru með mikla hæfileika en þeir þurfa kannski bara smá leiðsögn inná vellinum, sem ég held að ég muni geta veitt þeim. Ég trúi því að hæfileikar mínir muni getað hjálpað liðinu.“

„Það voru stjórinn, leikmennirnir og eigandinn sem heilluðu mig. Ég kom hingað einnig fyrir nokkrum vikum og skoðaði borgina og hún heillaði mig, lífstíllinn heillaði, og ég sá fyrir mér að ég gæti búið hér.“

„Það eru aðrar borgir sem eru eflaust aðeins glæstari hvað varðar lífstíl, eins og New York og Los Angeles, en það er ekki fyrir mig. Mér leiðs eins og þetta væri rétti staðurinn.“


Tengdar fréttir

Rooney hársbreidd frá D.C. United

Wayne Rooney er við það að ganga til liðs við bandaríska liðið D.C. United samkvæmt heimildum bandarísku fréttastofunnar ESPN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×