Erlent

Engin eiturlyf í blóði Anthony Bourdain þegar hann lést

Kjartan Kjartansson skrifar
Anthony Bourdain var 61 árs gamall þegar hann lést.
Anthony Bourdain var 61 árs gamall þegar hann lést. Vísir/Getty
Saksóknari í Frakklandi segir að rannsókn hafi leitt í ljós að engin eiturlyf voru í blóði Anthony Bourdain, bandaríska sjónvarpskokksins, þegar hann svipti sig lífi á hótelherbergi þar fyrr í þessum mánuði.

Bourdain hafði verið opinskár um eiturlyfjanotkun sína og heróínfíkn. Saksóknarinn segir hins vegar að engin merki um eiturlyf eða önnur eiturefni hafi fundist í blóði hans. Eingöngu hafi fundist snefill af lyfjum í læknisfræðilegum skömmtum og áfengi, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Kokkurinn fannst látinn á hótelherbergi sínu í Kayserberg 8. júní. Lík hans var brennt í Frakklandi.


Tengdar fréttir

Segir mikinn missi vera að Bourdain

Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi. Var að taka upp tólftu þáttaröð Parts Unknown. Kom til Íslands og gerði þátt sem var sýndur 2005. Sigurður Gíslason matreiðslumaður segir að kynni sín af Bourdain hafi verið afar góð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×