Erlent

Trump leggur 25 prósent toll á kínverskar vörur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur lagt 25 prósent toll á kínverskar vörur en talið er að verðmæti þeirra vara sem tollarnir nái til séu um fimmtíu milljarðar dollara.

Eru aðgerðirnar tilkomnar vegna þess að bandarísk stjórnvöld telja kínversk stjórnvöld stela bandarísku hugviti.  

Tollarnir ná til 800 vara og eiga að koma til framkvæmda þan 6. júlí næstkomandi. Kína hefur sagt að það muni svara í sömu mynt en á móti segir Bandaríkjastjórn að ef Kínverjar svari í sömu mynt muni verða gripið til enn harðari aðgerða gegn þeim.

Trump segir að tollarnir séu nauðsynlegir til þess að koma í veg fyrir að frekari ósanngjarna flutninga á bandarísku hugviti til Kína. Tollarnir munu vernda störf í Bandaríkjunum.

„Bandaríkin geta ekki lengur liðið að missa tækni og hugvit í gegnum ósanngjörn viðskipti,“ sagði forsetinn.

Á meðal varanna sem tollur verður lagður á eru flugvéladekk og uppþvottavélar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×