Erlent

Elon Musk stofnar sannleikssíðuna Pravda

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Elon Musk vandar fjölmiðlafólki ekki kveðjurnar á Twitter
Elon Musk vandar fjölmiðlafólki ekki kveðjurnar á Twitter Vísir/Getty
Elon Musk, framkvæmdastjóri rafbílaframleiðandans Tesla, segist ætla að setja á laggirnar vefsíðu sem hjálpi fólki að meta sannleiksgildi frétta. Þetta kom fram í löngum reiðilestri hans yfir fjölmiðlum á Twitter í gærkvöld.

Umfjöllun um Tesla hefur verið nokkuð neikvæð nýverið eftir að greint var frá bilunum í bremsubúnaði og bágum aðstæðum starfsfólk í verksmiðjum fyrirtækisins.



Musk segir greinilegt að fréttamenn í dag séu bara að eltast við smelli og auglýsingatekjur. Sannleiksgildi frétta skipti þá engu máli. Bendir hann á að Tesla auglýsir ekki í fjölmiðlum og segir að því sé fjölmiðlafólk að herja á fyrirtækið til að geðjast auglýsendum sínum sem séu samkeppnisaðilar á bílamarkaðnum.



Hann ætlar því að opna vefsíðu undir nafninu Pravda þar sem hægt verði að meta sannleiksgildi frétta. Pravda þýðir einmitt sannleikur á rússnesku og var það nafn gamla sovéska ríkisfjölmiðilsins.



Eignir Musk eru metnar á nítján milljarða dollara og hann er í tuttugasta og fimmta sæti á lista Forbes yfir valdamestu menn heims.


Tengdar fréttir

Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk

Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins.

Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands

Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla til Íslands og biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×