Enski boltinn

Liverpool hættir við vináttuleik vegna ungstirnis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brewster í leik með varaliði Liverpool
Brewster í leik með varaliði Liverpool vísir/getty
Liverpool hefur hætt við vináttuleik við þýska liðið Borussia Mönchengladbach sem átti að fara fram í ágúst vegna áhuga þýska félagsins á ungstirninu Rhian Brewster.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld. Þá eiga forráðamenn Liverpool að hafa skrifað til Mönchengladbach og varað Þjóðverjana við því að eltast við Brester.

Brewster steig fram á sjónarsviðið þegar hann varð markahrókur heimsmeistaramóts undir 17 ára liða sem England vann á Indlandi í október 2017. Þá var hann einnig í sviðsljósinu fyrr á þessu ári þegar Spartak Moskva var ákært fyrir kynþáttanýð gegn honum en UEFA vísaði málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum.

Brewster er að ná sér af meiðslum þessa stundina en hann er mjög mikils metinn innan herbúða Liverpool og er greinilega lítill vilji fyrir því að hann yfirgefi félagið.


Tengdar fréttir

UEFA ákærir Spartak

Leonid Mironov, varnarmaður Spartak Moskvu, hefur verið ákærður af UEFA fyrir kynþáttaníð gegn Rhian Brewster, sóknarmanni Liverpool.

Hefur aldrei séð annan leikmann eins og Rhian

Liverpool-strákurinn Rhian Brewster hefur skorað þrennu í tveimur leikjum í röð í útsláttarkeppni HM 17 ára landsliða í Indlandi og hefur með því hjálpað enska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×