Erlent

Spænska landhelgisgæslan bjargaði 476 flóttamönnum

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Hjálparsamtökin Læknar án landamæra framkvæmdu í fyrradag björgunaræfingu undan ströndum Afríku.
Hjálparsamtökin Læknar án landamæra framkvæmdu í fyrradag björgunaræfingu undan ströndum Afríku. Vísir/AFP
Spænska landhelgisgæslan hefur síðustu tvo daga bjargað 476 flóttamönnum sem voru á leið yfir Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku.

Flóttafólkið var í 15 litlum bátum. Ekki voru nein dauðsföll í hópnum, svo vitað sé til.

Hagstætt veðurfar virðist hafa valdið þessari skyndilegu aukningu í för fólks yfir hafið.

Tugir þúsunda reyna á hverju ári að komast til Suður-Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Flestallir sigla um borð í bátum smyglara sem eru alls óhæfir til slíkra siglinga og hafa mörg þúsund manns drukknað á þessari leið síðustu ár.

Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa 615 manns látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið það sem af er ári. Á sama tíma hafa rúmlega 22 þúsund komist leiðar sinnar en þar af hafa 4409 lent á Spáni.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×