Erlent

Spænska landhelgisgæslan bjargaði 476 flóttamönnum

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Hjálparsamtökin Læknar án landamæra framkvæmdu í fyrradag björgunaræfingu undan ströndum Afríku.
Hjálparsamtökin Læknar án landamæra framkvæmdu í fyrradag björgunaræfingu undan ströndum Afríku. Vísir/AFP

Spænska landhelgisgæslan hefur síðustu tvo daga bjargað 476 flóttamönnum sem voru á leið yfir Miðjarðarhafið frá ströndum Afríku.

Flóttafólkið var í 15 litlum bátum. Ekki voru nein dauðsföll í hópnum, svo vitað sé til.

Hagstætt veðurfar virðist hafa valdið þessari skyndilegu aukningu í för fólks yfir hafið.

Tugir þúsunda reyna á hverju ári að komast til Suður-Evrópu yfir Miðjarðarhafið. Flestallir sigla um borð í bátum smyglara sem eru alls óhæfir til slíkra siglinga og hafa mörg þúsund manns drukknað á þessari leið síðustu ár.

Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa 615 manns látið lífið á leið sinni yfir Miðjarðarhafið það sem af er ári. Á sama tíma hafa rúmlega 22 þúsund komist leiðar sinnar en þar af hafa 4409 lent á Spáni.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.