Sport

Guðni Valur Norður­landa­meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Norðurlandameistarinn Guðni Valur Guðnason.
Norðurlandameistarinn Guðni Valur Guðnason. frí

Guðni Valur Guðnason varð í dag Norðurlandameistari í kringlukasti. Mótið fer fram í Malmö í Svíþjóð.

Í gær varð Aníta Hinriksdóttir Norðurlandameistari í 1500 metra hlaupi og kom annað gull í hús hjá íslenska hópnum.

Guðni Valur kastaði kringlunni lengst 60,71 metra og það var nóg til að vinna mótið. Þetta er besti árangur Guðna Vals á árinu.

Íslandsmet Guðna Vals í greininni er 69,35 metrar. Hann setti það fyrir fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×