Viðskipti erlent

Dow Jones aftur niður um meira en þúsund stig

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rétt fyrir lokun markaða í Kauphöllinni í New York í dag.
Rétt fyrir lokun markaða í Kauphöllinni í New York í dag. Vísir/Getty

Hlutabréfavísitalan Dow Jones féll í dag um rúmlega 1.000 stig, eða 4,15 prósent. Er þetta í annað skiptið á fjórum dögum sem vísitalan lækkar um meira en þúsund stig.

S&P 500 vísitalan lækkaði einnigí dag um 100,58 stig eða 3,75 prósent. Þá lækkaði Nasdaq vísitalan um 3,9 prósent eða 274,8 stig.

Í frétt á vef BBC  segir að lækkanir hafi verið á mörkuðum víða um Evrópu í dag líkt og vestanhafs. Þannig hafi breska FTSE 100 vísitalan lækkað um 106,73 stig, eða 1,49 prósent.

Dow Jones lækkaði á mánudaginn um 1.175 stig eða 4,6 prósent og var það mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í fjármálahruninu 2008.

Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum hefur verið að hækka almennt síðustu mánuði og hækkaði Dow Jones um meira en 25 prósent á síðast ári. Raunar var óvenjulítið um óróleika á hlutabréfamarkaði árið 2017.

Í frétt BBC segir að menn óttist að sterk staða alþjóðahagkerfisins muni ýta undir verðbólgu og auka vexti.


Tengdar fréttir

Ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur

Miklar sveiflur voru á mörkuðum víða um heim í dag eftir sögulegar lækkanir í Bandaríkjunum í gær. Ótti er um vaxandi verðbólgu á heimsvísu en dósent í hagfræði telur að Íslendingar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni.

Mesta lækkun Dow Jones síðan 2008

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones lækkaði í dag um 1175 stig eða 4,6 prósent. Þetta er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi síðan í september árið 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.