Ekki færri konur á Alþingi síðan árið 2007 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2017 11:27 Þetta er hið nýja þing í heild sinni. Grafík/Gvendur Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Konum á Alþingi fækkar úr 30 í 24 og hafa kynjahlutföllin ekki verið verri síðan árið 2007. 39 karlar fá sæti á Alþingi eftir þessar kosningar en aðeins 24 konur, svo þær eru aðeins 38 prósent þingmanna. Til samanburðar fengu 33 karlar og 30 konur sæti á Alþingi eftir kosningarnar á síðasta ári. Árið 2013 voru konurnar á Alþingi 25 en árið 2009 voru þær 27. Eins og áður sagði taka 24 konur sæti á Alþingi núna og hafa ekki verið færri síðan árið 2007 þegar þær voru 20 og karlarnir 43. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru fjórar konur og tólf karlar sem taka sæti á Alþingi. Konurnar sem taka sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Sex konur taka sæti á Alþingi fyrir Vinstri græn en fimm karlar. Konurnar eru þær Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Hjá Samfylkingunni er kynjahlutfallið þannig að í þingflokknum eru þrjár konur og fjórir karlmenn. Konurnar sem taka sæti fyrir Samfylkinguna eru þær Oddný G. Harðardóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Hjá Miðflokknum er aðeins ein kona en karlarnir eru sex. Konan sem tekur sæti fyrir Miðflokkinn er Anna Kolbrún Árnadóttir. Fimm konur taka sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins en þrír karlar. Konurnar eru þær Halla Signý Kristjánsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Í þingflokki Pírata eru tvær konur og fjórir karlar. Konurnar eru þær Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Halldóra Mogensen. Inga Sæland er eina konan í Flokki fólksins sem tekur sæti á Alþingi en þrír karlar úr flokknum taka sæti. Hjá Viðreisn eru kynjahlutföllin algjörlega jöfn innan þingflokksins, tvær konur og tveir karlar. Þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson taka sæti á Alþingi fyrir Viðreisn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17 Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44 Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lokatölur: Engin þriggja flokka stjórn án VG og Sjálfstæðisflokks og aldrei fleiri flokkar á Alþingi Nú liggja lokatölur fyrir á landinu öllu og ljóst er að flókið gæti reynst að mynda ríkisstjórn 29. október 2017 10:17
Þetta eru þau sem náðu kjöri Nú er ljóst hverjir taka sæti á Alþingi í kjölfar þingkosninganna í gær. 29. október 2017 10:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent