Enski boltinn

Hodgson: Vonandi get ég glatt stuðningsmennina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson á blaðamannafundinum í dag.
Roy Hodgson á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Roy Hodgson, nýráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace, segist geta haldið Lundúnaliðinu í ensku úrvalsdeildinni.

Hodgson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem stjóri Palace í dag. Á morgun mætir liðið Southampton í fyrsta leiknum undir stjórn Hodgsons sem tók við stjórastarfinu af Frank de Boer sem var rekinn eftir að Palace tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu.

„Það yrði gott ár ef Palace verður áfram í ensku úrvalsdeildinni og stuðningsmennirnir ánægðir,“ sagði hinn 70 ára gamli Hodgson.

„Ég trúi því að þetta lið muni halda sér uppi. Annars hefði ég ekki tekið þetta starf að mér.“

Hodgson var á mála hjá Palace á sínum yngri árum og er því að snúa heim ef svo má segja.

„Það er nýr kafli í mínu lífi að opnast og ég hlakka til. Vonandi get ég glatt stuðningsmenn Palace,“ sagði Hodgson.


Tengdar fréttir

Hodgson tekinn við Crystal Palace

Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace ef marka má færslu frá Steve Parish, stjórnarformanni félagsins, á Instagram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×