Enski boltinn

Hodgson tekinn við Crystal Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson er kominn aftur í boltann.
Roy Hodgson er kominn aftur í boltann. vísir/getty
Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace ef marka má færslu frá Steve Parish, stjórnarformanni félagsins, á Instagram.

Þar býður Parish Hodgson aftur velkominn til Crystal Palace. Hodgson var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum.

Hodgson tekur við stjórastarfinu hjá Palace af Frank de Boer sem var rekinn á mánudaginn eftir aðeins 77 daga í starfi.

Hinn sjötugi Hodgson hefur ekkert þjálfað síðan hann hætti með enska landsliðið eftir tapið fræga fyrir Íslandi á EM í fyrra.

Næsti leikur Palace er gegn Southampton í hádeginu á laugardaginn.

Uppfært klukkan 18:45:

Crystal Palace hefur staðfest ráðninguna á Roy Hodgson sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Palace.

Warm welcome 'back' to #cpfc to Roy Hodgson.

A post shared by Steve Parish (@chair4palace) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×