Enski boltinn

De Boer rekinn aftir 77 daga | Hodgson að taka við?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frank de Boer hefur átt afar erfitt uppdráttar eftir að hann hætti hjá Ajax í fyrra.
Frank de Boer hefur átt afar erfitt uppdráttar eftir að hann hætti hjá Ajax í fyrra. Vísir/Getty
Búið er að segja upp Frank de Boer sem knattspyrnustjóra Crystal Palace en þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum. De Boer tók við Palace í sumar og entist í aðeins 77 daga í starfinu.

Undir stjórn Hollendingsins tapaði Palace öllum fjórum leikjum sínum á tímabilinu til þessa og skoraði ekki heldur mark. Í gær tapaði liðið fyrir Burnley, 1-0.

Enskir miðlar halda því fram að Roy Hodgson sé líklegur arftaki De Boer og að hann muni skrifa undir tveggja ára samning við Palace fyrir leik liðsins gegn Southampton á laugardag.

„Við verðum að verðlauna góða frammistöðu og það gerðum við ekki í dag. Ég varð fyrir vonbrigðum með úrslitin en ekki með hvernig við spiluðum,“ sagði De Boer eftir tapið gegn Burnley í gær.

De Boer var öflugur varnarmaður á sínum tíma og spilaði lengst af með Ajax og Barcelona. Hann lék samtals 112 leiki fyrir hollenska landsliðið. Hann stýrði svo Ajax frá 2010 til 2016 með góðum árangri.

Eftir það tók hann við Inter á Ítalíu þar sem hann entist í aðeins 85 daga - átta dögum meira en hjá Crystal Palace.

Uppfært 11.00: Á heimasíðu Crystal Palace má lesa yfirlýsingu vegna þessa.


Tengdar fréttir

Fjórir tapleikir í röð hjá Palace sem hefur enn ekki skorað mark

Það gengur gjörsamlega ekkert hjá Crystal Palace þessa dagana en liðið tapaði 0-1 gegn Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í dag. Er þetta fjórði ósigur Crystal Palace í röð sem hefur ekki enn skorað í deildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×