Erlent

Maður myrtur með skærum í Svíþjóð fyrir að neita að drepa dætur sínar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sænska lögreglan segir málið tengjast heiðursmorði
Sænska lögreglan segir málið tengjast heiðursmorði VÍSIR/GETTY
Maður sem myrtur var í Svíþjóð í maí hafði áður neitað að fremja heiðursmorð. Maðurinn var stunginn í hálsinn með skærum og lést af sárum sínum. Mörg vitni voru að morðinu og fjölskyldumeðlimur, karlmaður á fimmtugsaldri, var handtekinn í kjölfarið grunaður um verknaðinn.

Eiginkona mannsins segir að hann hafi verið myrtur af því að hann neitaði að drepa dætur sínar.

„Hann elskaði börnin sín,” sagði eiginkonan samkvæmt SVT.

Samkvæmt frétt SVT segir saksóknarinn Gun-Britt Strøm að málið tengist heiðursmorði samkvæmt rannsókn lögreglu. Sá ákærði hefur neitað þeirri sök.

„Það voru engin ósætti í fjölskyldunni okkar,” sagði sá grunaði í yfirheyrslum lögreglu.

Samkvæmt frétt VG á maðurinn sem lést á að hafa neitað að drepa tvær elstu dætur sínar fyrir að vera í nánum samskiptum við stráka.

Ekkja mannsins hafði áhyggjur af því við yfirheyrslur hvaða áhrif vitnisburður hennar muni hafa á öryggi stúlknanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×