Viðskipti innlent

Skörp lækkun á gengi bréfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagar reka Bónus og Hagkaup.
Hagar reka Bónus og Hagkaup. vísir/anton brink
Gengi bréfa í Högum, sem reka Bónus og Hagkaup, lækkaði um 7,24 prósent í viðskiptum í gær og nam gengið 36,5 krónum í lok dags. Eins og fram hefur komið sendi félagið frá sér afkomuviðvörun á föstudaginn þar sem varað var við því að sala félagsins hafi dregist saman í júlí. Það er í annað skiptið í sumar sem slík afkomuviðvörun er send. Lækkun á gengi bréfa í Högum frá því að Costco opnaði hinn 23. maí nemur samtals 33,9 prósentum. Markaðsvirði félagsins er nú um 42 milljarðar króna.


Tengdar fréttir

Rúmir 18 milljarðar þurrkast út eftir opnun Costco

Forsvarsmenn Haga sendu á föstudagskvöldið frá sér sína aðra afkomuviðvörun á einum mánuði þar sem varað var við því að EBIDTA félagsins – rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði – verði um tuttugu prósentum lægri á öðrum fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×