Hafa flutt gjaldeyrinn úr landi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. júlí 2017 06:00 Gengi krónunnar hefur verið afar sveiflukennt undanfarnar vikur. vísir/valli Vísbendingar eru um að hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri hluta árs 2012 hafi innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi á síðustu vikum. Það gæti hafa átt þátt í gengisveikingu krónunnar undanfarið, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði sem Fréttablaðið ræddi við, en krónan hefur veikst um níu prósent samkvæmt gengisvísitölu undanfarnar fimm vikur. Fjárfestingarleið Seðlabankans gekk út á að fjárfestar komu með gjaldeyri til landsins og skiptu honum fyrir krónur og fjárfestu hér á landi til lengri tíma. Gulrótin fyrir fjárfestana var að þeir fengu um tuttugu prósenta afslátt af krónunum miðað við skráð gengi Seðlabankans. Það skilyrði var sett að binda þyrfti fjárfestinguna til fimm ára. Fyrstu gjaldeyrisútboðin samkvæmt fjárfestingarleiðinni fóru fram á fyrra hluta árs 2012 sem þýðir að þeir sem tóku þátt í útboðunum geta nú losað fjárfestingar sínar, kjósi þeir svo. Viðmælendur Fréttablaðsins segja óvíst í hve miklum mæli umræddir fjárfestar hafa flutt gjaldeyri úr landi á undanförnum vikum. Þó sé ljóst að einhverjir hafi nýtt sér tækifærið þegar fimm ára kvöðinni var aflétt og það hafi átt þátt í gengisveikingu krónunnar. Um 123 milljónir evra, eða 29,5 milljarðar króna miðað við þáverandi útboðsgengi, komu til landsins í fjórum útboðum á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Fjárfestarnir geta nú innleyst tugi milljarða króna í gengishagnað. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Seðlabankinn hafi gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrradag með kaupum á krónum fyrir rúman einn milljarð króna. Bankinn greip inn í seint um daginn, þegar gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni, en bankinn hefur áður lýst því yfir að hann leitist við að draga úr óæskilega miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Veikingin í fyrradag gekk til baka í gær þegar gengi krónunnar styrktist um 2,4 prósent gagnvart evru og 2,1 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. 12. júlí 2017 12:57 Óvenjumiklar sveiflur á gjaldeyrismarkaði um þessar mundir Síðustu vikur hefur krónan veikst umtalsvert eða um 5,8 prósent, samkvæmt gengisvísitölu, í júnímánuði. 30. júní 2017 09:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Vísbendingar eru um að hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands á fyrri hluta árs 2012 hafi innleyst fjárfestingar sínar og flutt gjaldeyri úr landi á síðustu vikum. Það gæti hafa átt þátt í gengisveikingu krónunnar undanfarið, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði sem Fréttablaðið ræddi við, en krónan hefur veikst um níu prósent samkvæmt gengisvísitölu undanfarnar fimm vikur. Fjárfestingarleið Seðlabankans gekk út á að fjárfestar komu með gjaldeyri til landsins og skiptu honum fyrir krónur og fjárfestu hér á landi til lengri tíma. Gulrótin fyrir fjárfestana var að þeir fengu um tuttugu prósenta afslátt af krónunum miðað við skráð gengi Seðlabankans. Það skilyrði var sett að binda þyrfti fjárfestinguna til fimm ára. Fyrstu gjaldeyrisútboðin samkvæmt fjárfestingarleiðinni fóru fram á fyrra hluta árs 2012 sem þýðir að þeir sem tóku þátt í útboðunum geta nú losað fjárfestingar sínar, kjósi þeir svo. Viðmælendur Fréttablaðsins segja óvíst í hve miklum mæli umræddir fjárfestar hafa flutt gjaldeyri úr landi á undanförnum vikum. Þó sé ljóst að einhverjir hafi nýtt sér tækifærið þegar fimm ára kvöðinni var aflétt og það hafi átt þátt í gengisveikingu krónunnar. Um 123 milljónir evra, eða 29,5 milljarðar króna miðað við þáverandi útboðsgengi, komu til landsins í fjórum útboðum á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Fjárfestarnir geta nú innleyst tugi milljarða króna í gengishagnað. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Seðlabankinn hafi gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrradag með kaupum á krónum fyrir rúman einn milljarð króna. Bankinn greip inn í seint um daginn, þegar gengi krónunnar hafði veikst um meira en tvö prósent gagnvart evrunni, en bankinn hefur áður lýst því yfir að hann leitist við að draga úr óæskilega miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Veikingin í fyrradag gekk til baka í gær þegar gengi krónunnar styrktist um 2,4 prósent gagnvart evru og 2,1 prósent gagnvart Bandaríkjadal.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. 12. júlí 2017 12:57 Óvenjumiklar sveiflur á gjaldeyrismarkaði um þessar mundir Síðustu vikur hefur krónan veikst umtalsvert eða um 5,8 prósent, samkvæmt gengisvísitölu, í júnímánuði. 30. júní 2017 09:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Sig á gengi krónunnar minnkar líkur á hörðum skelli Gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur veikst um átta prósent á undanförnum vikum. 12. júlí 2017 12:57
Óvenjumiklar sveiflur á gjaldeyrismarkaði um þessar mundir Síðustu vikur hefur krónan veikst umtalsvert eða um 5,8 prósent, samkvæmt gengisvísitölu, í júnímánuði. 30. júní 2017 09:00