Erlent

Hugsanlegt að menn hafi kveikt eldana í Portúgal

Kjartan Kjartansson skrifar
Um 1.200 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana á Portúgal.
Um 1.200 slökkviliðsmenn hafa barist við skógareldana á Portúgal. Vísir/EPA
Menn gætu hafa kveikt skógareldana sem hafa geisað í Portúgal undanfarna daga, að sögn slökkviliðsstjóra sem hefur glímt við þá.

Sextíu og fjórir eru látnir í eldunum og fleiri en tvö hundruð eru sárir. Talið hefur verið að elding hafi kveikt eldana sem hafa aðallega brunnið um mitt Portúgal. Almannavarnir segja að búið sé að slökkva 95% eldanna.

Jaime Marta Soares, slökkviliðsstjóri, segir hins vegar að eldingunni hafi ekki lostið niður fyrr en tveimur tímum eftir að eldarnir kviknuðu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

„Ég er sannfærður um að þrumuveðrið hafi komið mun seinna en eldarnir og eldurinn var þegar mikill þegar það byrjaði,“ segir Soares sem telur að eldarnir hafi verið vísvitandi kveiktir.

Hefðu átt að loka veginum þar sem fólk brann

Portúgölsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við eldunum og fyrir að vera ekki undir hörmungarnar búin.

Þannig benda íbúar á svæðunum sem hafa orðið verst úti að yfirvöld höfðu átt að vera búin að loka veginum þar sem fjöldi fólks brann inni í bílum sínum á flótta undan eldunum.


Tengdar fréttir

Þriggja daga þjóðarsorg í Portúgal

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna fólksins sem fórst í skógareldunum nærri Coimbra í Portúgal. Tala látinna, sem fréttastofa BBC gefur upp, hefur hækkað og er því nú haldið fram að 62 hafi látist. Óttast er að tala látinna hækki.

Tugir farast í skógareldum í Portúgal

Að minnsta kostir 43 hafa farist í miklum skógareldum nærri Coimbra í Portúgal, þar á meðal nokkur fjöldi fólks sem var að reyna að komast undan í bílum sínum. Um 1.700 slökkviliðsmenn berjast við skógarelda um allt landið.

Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“

Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portú­gals af völdum mikilla skóarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×