Erlent

Finnst þingmannalaunin duga skammt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Chaffetz lætur af störfum á föstudag.
Chaffetz lætur af störfum á föstudag. Vísir/Getty
Jason Chaffetz, þingmanni Bandaríkjaþings, finnst launin duga skammt og hefur kallað eftir því að þingmenn fái húsnæðisstyrk.

The Hill greinir frá því að árslaun Repúblíkanans Chaffetz nemi 174 þúsund dollurum, 18 milljónum króna, en hann segir að það dugi ekki til að greiða niður húsnæðislán sitt í Utah og fyrir húsaleigu í Washington þar sem hann býr vegna þingstarfa. Stór hluti launanna fari í háskólamenntun barna hans.

Chaffetz leggur til að þingmenn fái 2.500 dollara á mánuði, eða tæplega 300 þúsund krónur, ofan á laun sín til að auðvelda þeim að greiða húsaleigu. Það sé auðveldara en að hækka laun þingmanna sem hafa haldist óbreytt frá 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×