Viðskipti innlent

Markaðsvirði Haga lækkað um 9 milljarða frá opnun Costco

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus.
Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. Vísir/Eyþór
Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði um 0,44 prósent í gær í 153 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í Högum, sem reka meðal annars verslanir Bónuss og Hagkaupa, hefur nú lækkað um 15 prósent frá því að verslun Costco var opnuð í Kauptúni þann 23. maí síðastliðinn.

Markaðsvirði Haga hefur lækkað um níu milljarða á tímabilinu, úr 61 milljarði króna í 51,9 milljarða. Forsvarsmenn Haga hafa undirbúið sig undir komu Costco og áhrif þess, meðal annars með því að minnka verslunarpláss nokkurra verslana en einnig með því að festa kaup á Lyfju og Olís.

Frá áramótum hefur gengi bréfa í Högum lækkað um 16,7 prósent. Á sama tímabili hefur úrvalsvísitalan hækkað um 3,3 prósent.


Tengdar fréttir

Hagar kaupa Olís

Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf.

Velta Costco meiri en Bónuss

Fyrstu dagana eftir opnun Costco var velta verslunarinnar meiri en í öllum verslunum Bónuss, um allt land. Um er að ræða mun stærri hlutdeild á markaði en keppinautar Bónuss og Krónunnar hafa hingað til haft.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×