Viðskipti innlent

Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verð á bréfum í Skeljungi og N1 hefur lækkað töluvert í upphafi dags.
Verð á bréfum í Skeljungi og N1 hefur lækkað töluvert í upphafi dags. Vísir/GVA
Verð á hlutabréfum í Högum, N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Lækkunin kemur í kjölfar þess að Costco hóf eldsneytissölu við verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í gær. Verðið er 169,90 krónur á lítrann sem er töluvert lægra en á öðrum eldsneytisstöðvum á landinu.

Verslað hefur verið með bréf í Skeljungi fyrir 30 milljónir króna og hefur verðið lækkað um rúm tvö prósent.Tilkynnt var í gær að Skeljungur ætlar að kaupa allt hlutafé í Basko sem fer með rekstur á verslunum 10-11. Verslanirnar eru 35 talsins auk búða undir merkjum Háskólabúðarinnar, fimm kaffihúsa Dunkin’ Donuts, eina Inspired by Iceland verslun og þrjár verslanir undir merkjum Iceland.

Sjá einnig: Titringur á eldsneytismarkaði

Lækkunin í N1 nemur fjórum og hálfum prósentum en viðskipti með bréfin nema 81 milljón króna. Bréf í Högum, sem keyptu Olís á dögunum og reka m.a. verslanir Hagkaupa, hafa lækkað um tæp tvö prósent.




Þá hafa bréf í Reitum lækkað um rúm tvö prósent það sem af er degi en viðskipti með bréfin í morgun nema 112 milljónum króna. Sömuleiðis er lækkun hjá Icelandair um tvö prósent.

 


Tengdar fréttir

Búa sig undir Costco með kaupum á Olís

Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni.

Hagar verða helmingi stærri

Hagar eru í færi til að auka veltu sína um helming með kaupum á Olís og Lyfju. Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur víst að Samkeppniseftirlitið setji skilyrði fyrir kaupunum á Olís. Fjárfestar taka vel í viðskiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×