Viðskipti erlent

Kynntu einstaklega hreyfanlegt vélmenni

Samúel Karl Ólason skrifar
Handle sýnir hvað það getur.
Handle sýnir hvað það getur.

Fyrirtækið Boston Dynamics hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir vinnu sína varðandi vélmenni. Það hefur einnig vakið athygli fyrir að koma illa fram við vélmennin sín, hrinda þeim og jafnvel sparka í þau, en þau atvik hafa ávallt verið til að sýna fram á jafnvægisskyn vélmennanna.

Handle, nýjasta vélmenni fyrirtækisins, sýnir hreyfigetu sem önnur vélmenni fyrirtækisins hafa ekki komist nærri því að sýna. Það keyrir um upprétt á tveimur hjólum og getur jafnvel hoppað upp á borð á fleygiferð.

Samkvæmt Boston Dynamics ferðast Handle á 14 kílómetra hraða á klukkustund og getur hoppað um 1,2 metra upp í loftið. Þá getur vélmennið farið niður tröppur og lyft þungum hlutum, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.

Vélmennið getur ferðast um 24 kílómetra áður en nauðsynlegt er að hlaða rafhlöðu þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira