Viðskipti erlent

Kynntu einstaklega hreyfanlegt vélmenni

Samúel Karl Ólason skrifar
Handle sýnir hvað það getur.
Handle sýnir hvað það getur.

Fyrirtækið Boston Dynamics hefur vakið athygli á undanförnum árum fyrir vinnu sína varðandi vélmenni. Það hefur einnig vakið athygli fyrir að koma illa fram við vélmennin sín, hrinda þeim og jafnvel sparka í þau, en þau atvik hafa ávallt verið til að sýna fram á jafnvægisskyn vélmennanna.

Handle, nýjasta vélmenni fyrirtækisins, sýnir hreyfigetu sem önnur vélmenni fyrirtækisins hafa ekki komist nærri því að sýna. Það keyrir um upprétt á tveimur hjólum og getur jafnvel hoppað upp á borð á fleygiferð.

Samkvæmt Boston Dynamics ferðast Handle á 14 kílómetra hraða á klukkustund og getur hoppað um 1,2 metra upp í loftið. Þá getur vélmennið farið niður tröppur og lyft þungum hlutum, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.

Vélmennið getur ferðast um 24 kílómetra áður en nauðsynlegt er að hlaða rafhlöðu þess.Fleiri fréttir

Sjá meira