Viðskipti erlent

Hundur hittir vélhund

Samúel Karl Ólason skrifar
Vélhundurinn Spot og Fido.
Vélhundurinn Spot og Fido.
Hundurinn Fido hitti á dögunum vélhundinn Spot. Óhætt er að segja að ekki hafi verið um gleðifund að ræða, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Spot er framleiddur af fyrirtækinu Boston Dynamics, sem hefur gert nokkur vélmenni, sem sýna ótrúlega mikla hreyfigetu.

Boston Dynamics er tæknifyrirtæki sem er í eigu Alphabet, móðurfélags Google, og starfar náið með varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Vélhundurinn Spot er þróaður til björgunarstarfa.

Sjá einnig: Kynna vélhundinn Spot

Á myndbandinu má sjá að Spot er stýrt með fjarstýringu og er hann látinn hegða sér og hreyfa sig eins og raunverulegur hundur. Fido virðist allavega trúa því.


Tengdar fréttir

Kynna vélhundinn Spot

Fyrirtækið Boston Dynamics birti á mánudaginn myndband af vélhundinum Spot, sem sýnir einstaka fimi.

Nýtt hervélmenni er óttalaust og krúttlegt

Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vélfærafræði hefur nú lokið við þróun á heldur undarlegri njósnagræju fyrir bandaríska herinn. Vélmennið hoppar og skoppar eins og fló og getur náð allt að níu metra hæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×