Enski boltinn

Sjúkraþjálfarinn sem Mourinho húðskammaði á bekknum hjá Chelsa í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jon Fearn ásamt Kenedy í dag.
Jon Fearn ásamt Kenedy í dag. vísir/getty

Læknirinn Jon Fearn var mættur aftur á bekkinn hjá Chelsea í gær eftir að hann var settur á ís hjá félaginu eftir að Jose Mourinho, þáverandi stjóri Chelsea, tók hann á teppið.

Fearn var sjúkraþjálfari Chelsea ásamt Evu Carneiro undir stjórn Jose Mourinho og var hann sá maður sem hljóp með Evu inná þegar Mourinho trompaðist í 2-2 jafntefli gegn Swansea 8. ágúst.

Eva og Fearn hlupu þá inn á til þess að gera að sárum Eden Hazard í uppbótartíma, en Mourinho var ósáttur með að þau hafi rokið inn á þar sem Hazard þurfti því að fara af velli vegna aðhlynningarnar.

Eftir það hófst mikill farsi og endaði með því að Evu var ekki hleyp tá bekkinn aftur hjá Chelsea sem endaði með því að hún hætti og kærði meðal annars Mourinho.

Fearn hefur verið að vinna bakvið tjöldin hjá Chelsea, en var í gær í fyrsta skipti á bekknum aftur þegar Chelsea mætti West Ham á Stamford Bridge. Lokatölur urðu 2-2.

Það er þó ekki líklegt að Fearn verði áfram á næstunni á bekknum því hann var einungis að leysa Steve Hughes af á bekknum, en hann var frá vegna meiðsla.

Hér fyrir neðan má svo finna flestar fréttir Vísis af málinu og getur því fólk lesið meira um málið ef það hefur ekki kynnt sér það nægilega vel.


Tengdar fréttir

Kominn til að vera en var látinn fara

José Mourinho ætlaði að koma sér vel fyrir hjá Chelsea og var tilbúinn að vera lengi á Brúnni. Roman Abramovich hefur enga þolinmæði fyrir tapleikjum og rak hann í annað sinn. Réð ekkert við leikmennina frekar en fyrri daginn.

Eva hjólar í Mourinho

Læknirinn Eva Carneiro ætlar ekki bara í mál við Chelsea því hún ætlar líka að stefna Jose Mourinho, stjóra félagsins.

Mourinho ætti að biðja hana afsökunar

Sú ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að banna lækni Chelsea-liðsins, Evu Carneiro, að koma nálægt liðinu á æfingum, leikjum eða á hóteli liðsins, hefur vakið upp hörð viðbrögð á Englandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira