Enski boltinn

Tvö stórglæsileg mörk í Lundúnarslagnum | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea og West Ham gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnarslag en leikið var á Brúnni fyrr í dag. Tvö af fjórum mörkum leiksins voru í háum gæðaflokki.

Manuel Lanzini kom West Ham yfir á sautjándu mínútu með frábæru marki, en Cesc Fabregas náði að jafna fyrir hlé og það einnig með stórglæsilegu marki.

Andy Carroll kom svo inn á og skoraði með sinni fyrstu snertingu og það virtist ætla að vera sigurmarkið, en Chelsea menn voru ekki á sama máli.

Ruben Loftus-Cheek fiskaði vítaspyrnu á síðustu mínútu uppbótartíma og úr henni skoraði Cesc Fabregas af miklu öryggi. Sjö mínútum var bætt við, en ekki náðu liðin að skora sigurmarkið og lokatölur 2-2.

Mikill hiti var í leiknum og bæði lið vildu ólm ná sér í punktana þrjá sem í boði voru, en West Ham er í fimmta sæti með 50 stig. Chelsea er í tíunda með 41.

Chelsea því enn ekki tapað í deildinni undir stjórn Guus Hiddink á þessu tímabili, en leikirnir orðnir fjórtán.

Fabregas jafnar með frábæru marki: Carroll kemur West Ham yfir: Fabregas bjargar stigi fyrir Chelsea:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×