Erlent

Ósáttur við umfjöllun fjölmiða vegna skotárása

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA
„Svona árásir eru gerðar einu sinni í viku og það er ekki aðalmálið í fréttum. Þetta þarf að breytast,“ sagði Barack Obama. Þrír voru skotnir til bana í Kansas í vikunni og tólf særðust. Síðasta sunnudag dóu sex í skotárás í MichiganObama er ekki sáttur við að forvalið fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum fái meiri umfjöllun.

Hann hefur um árabil reynt að herða vopnalög í Bandaríkjunum, án árangurs.

„Þessar árásir eru að verða venjulegar. Við megum ekki verða ónæm fyrir þessu.“

Forsetinn hefur beitt valdi embættis síns til þess að gera bakgrunnsskoðanir kaupenda skotvopna umfangsmeiri og ítarlegri, en þingið hefur ávalt staðið í vegi fyrir frekari aðgerðum. Obama sagði í gær að kjósendur þyrftu að umturna þinginu og kjósa þar inn nýtt fólk. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×