Lífið

Margra barna mæður: Gekk fjórum börnum í móðurstað og eignaðist sex sjálf

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vigdís Jack átti einn son þegar hún gerðist ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey, en hann var þá nýorðinn ekkill og átti fjögur ung börn, það elsta sex ára. Vigdís og Róbert giftu sig aðeins ári síðar og hún gekk börnum hans í móðurstað. Saman eignuðust þau fimm börn til viðbótar. Vigdís ól því upp tíu börn og segir sögu sína í fimmta þætti af Margra barna mæðrum sem verður sýndur á Stöð 2 í kvöld.



„Ég varð fyrst og fremst ástfangin af börnunum. En jú, jú, hann fylgdi með í kaupunum,“ segir Vigdís glettin þegar hún er innt eftir því hvort hún hafi fljótlega orðið ástfangin af Róbert þegar komið var til Grímseyjar. Aðstæður í Grímsey voru afar ólíkar því sem fólk á að venjast í dag því í húsinu var hvorki rafmagn né rennandi vatn. Stundum þurfti Vigdís að bræða snjó til að fá vatn og þegar rigndi kom sér vel að geta fleytt vatn ofan af pollum til að skúra gólfin.

„Maður komst yfir það sem maður varð að gera, stundum það sem maður þurfti að gera, en að gera það sem mann langaði til að gera var ekki inni í myndinni,“ segir Vigdís um störfin á stóru sveitaheimili, en auk þess að hugsa um stóran barnahóp þurfti að sinna bæði kindum og kúm.

Þátturinn hefst í kvöld kl. 20.05 á Stöð 2. Meðfylgjandi er brot úr honum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×